Edda Steingrímsdóttir hefur framlengt samning sinn við Gróttu. Edda, sem verður 22 ára á árinu leikur sem vinstri hornamaður en getur einnig spilað línu. Hún tók þátt í öllum leikjum Gróttu í Olísdeildinni síðasta vetur og skoraði í þeim 18 mörk. Edda er frábær liðsmaður og er stjórn handknattleiksdeildar Gróttu mjög ánægð með að hún ætli að halda áfram hjá félaginu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu.
„Ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili og er til í að leggja allt í sölurnar til að hjálpa liðinu að komast aftur upp í deild þeirra bestu,“ er haft eftir Eddu í tilkynningu Gróttu.
Grótta féll úr Olísdeildinni í vor eftir eins árs veru.
Edda er systir Soffíu Steingrímsdóttur sem staðið hefur í markinu hjá Gróttu undanfarin ár en er núna í meistaranámi í Danmörku.
Soffía fer í meistaranám til Danmerkur – verður ekki með nýliðunum