- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég á nokkra U-landsleiki í körfu en enga í handbolta

Einar Þorsteinn Ólafsson leikmaður Fredericia HK. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Þetta var stórskemmtilegt. Eitt það skemmtilegasta sem hægt er að gera í handboltabransanum,“ sagði nýjasti landsliðsmaður Íslands í handknattleik, Einar Þorsteinn Ólafsson, sem lék ekki bara sinn fyrsta A-landsleik í kvöld heldur sinn allra fyrsta leik í landsliðsbúningi Íslands í handknattleik.


Ólíkt flestum öðrum landsliðsmönnum þá lék Einar Þorsteinn aldrei með yngri landsliðunum. Um tíma var hann jafnvel beggja blands um að halda áfram í handbolta enda liðtækur í körfubolta eins og fleiri í fjölskyldunni.

Var með á einu móti

„Ég á nokkra leiki með U18 ára landsliðinu í körfu. Ég var með á einu móti fyrir nokkrum árum,“ svaraði Einar spurður hvort rétt væri að hann hafi aldrei leikið með yngri landsliðum Íslands í handknattleik.


Einar Þorsteinn lék meira og minna með síðustu 10 mínúturnar þegar íslenska landsliðið vann Færeyinga, 39:24, í fyrri viðureign þjóðanna í Laugardalshöll í kvöld.

Draumur síðan ég var fimm ára

„Þetta hefur bara verið í draumur síðan ég var fimm ára og byrjaði að æfa handbolta,“ svaraði Einar Þorsteinn spurður hvort draumur hafi ræst þegar hann klæddi sig í búninginn og gekk inn á leikvöllinn.


Eins og komið hefur fram áður er Einar Þorsteinn sonur handboltagoðsagnarinnar Ólafs Stefánssonar. Um þessar mundir leikur Einar með danska úrvalsdeildarliðinu Fredericia HK.

Skrefinu lengra

„Ég fékk að mæta á æfingar hjá landsliðinu hjá Gumma [Guðmundur Þórður Guðmundsson] fyrir tveimur árum. Nú fór ég skrefinu lengra og fékka að spreyta mig með landsliðinu í vináttuleik og máta mig inn í hópinn um leið. Þetta var bara mjög gaman,“ sagði Einar Þorsteinn og bætti við.

„Maður getur aldrei gengið að einhverju vísu. Maður bara æfir og leggur sig fram með félagsliðinu og vonar um leið að það nægi kannski einhverntímann til þess að fá sénsinn.“

Tvær mínútur teknar af mér

Spurður hvort hann hefði ekki vilja fá lengri tíma til þess að láta ljós sitt skina á leikvellinum í kvöld sagði Einar Þorsteinn svo ekki vera.

„Ég er bara þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk. Verst var að það voru tvær mínútur teknar af mér þegar mér var vísað af leikvelli. Vonandi fæ ég fleiri mínútur þegar fram líða stundir,“ sagði Einar Þorsteinn Ólafsson í samtali við handbolta.is í Laugardalshöll í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -