- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég er stoltur Íslendingur

Gísli Þorgeir Kristjánsson verður frá keppni út tímabilið vegna meiðsla. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við svöruðum fyrir okkur með því að standa okkur inni á vellinum. Það er okkar sterkasta rödd og mér fannst við gera það gríðarlega vel,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir níu marka sigur íslenska landsliðsins á Tékkum, 28:19, í Laugardalshöll í dag.


Gísli Þorgeir var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í leiknum ásamt Viggó Kristjánssyni. Þeir skoruðu sex mörk hvor. „Samvinna milli varnar og markvörslu var frábær. Við vorum ótrúlega þéttir og Viktor Gísli stórkostlegur í markinu. Það var svo sannarlega erfitt að verjast Tékkunum. Þeir léku langar sóknir,“ sagði Gísli Þorgeir og bætti við.


„Vegna þess hversu lengi Tékkar héngu á boltanum þá fengum við færri sóknir og við þurftum að nýta þær vel. Sóknarleikurinn var af allt öðrum gæðum hjá okkur í dag en í leiknum úti á miðvikudaginn,“ sagði Gísli Þorgeir sem lék leikinn nánast frá upphafi til enda. Fékk að hvíla sig í nokkrum vörnum í fyrri hálfleik.

Ólýsanleg stemning

Gísli Þorgeir sagði ólýsanlegt að leika aftur í Laugardalshöllinni fyrir framan fullt hús af fólki sem náði upp magnaðri stemningu áður en leikurinn hófst og hélt henni til enda. „Þetta var ótrúlega gaman að koma aftur í Höllina. Ég er stoltur Íslendingur eftir þetta allt saman,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -