- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Egill Már og félagar eru úr leik – meiðsli settu strik í reikninginn hjá StÍF

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Egill Már Hjartarson og félagar í StÍF eru úr leik eftir eins marks tap fyrir Neistanum, 31:30, á heimavelli, Höllinni á Skála, í átta liða úrslitum færeysku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag.


Vegna meiðsla gat Egill Már aðeins leikið með StÍF í um fimm mínútur í leiknum. Hann skoraði fimm mörk, öll úr vítaköstum. Ekki var aðeins skarð fyrir skildi vegna meiðsla Egils Más. Bjarni á Selvindi, markahæsti og besti leikmaður StÍF-liðsins á leiktíðinni var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Því fór sem fór hjá StÍF-mönnum sem komnir eru í sumarleyfi frá kappleikjum.

Öruggasta vítaskyttan

Egill Már gekk til liðs við StÍF fyrir keppnistímabilið. Hann varð í 13. sæti yfir markahæstu leikmenn færeysku úrvalsdeildinnar með 75 mörk. Egill Már lét ekki þar við sitja. Hann skoraði úr 85% vítakasta á keppnistímabilinu og er besta vítaskytta úrvalsdeildarinnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -