Rúmenska meistaraliðið CSM Bucaresti, Evrópumeistarar Vipers Kristiansand og franska meistaraliðið Metz eru örugg um sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Næst síðasta umferð riðlakeppninnar fór fram um helgina. Tvö efstu lið hvors riðils sitja yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar sem hefst 11. mars.
Barátta um annað sæti í B-riðli er mikil. Ungverska stórliðið Györ og Esbjerg eru jöfn að stigum í öðru til þriðja sæti með 20 stig stig. Liðin mætast í Ungverjalandi á laugardaginn. Rapid Bucaresti er í fjórða sæti með 18 stig en á ekki lengur möguleika á öðru sæti riðilsins eftir tap fyrir Metz, 36:34, í Frakklandi á laugardag.
Axel og Storhamar
Norska liðið Storhamar sem tekur þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn á leiktíðinni, verður með í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar í næsta mánuði. Axel Stefánsson er annar þjálfari Storhamar sem væntanlega mætir Odense Håndbold í útsláttarkeppninni.
Í A-riðli berjast þýska meistaraliðið Bietigheim og Krim Ljubljana, meistarar Slóveníu, um síðasta lausa sæti í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Bietigheim stendur betur að vígi. Liðið mætir lánlausu liði Banik Most í lokaumferðinnni á sama tíma og Krim þarf að kljást við rúmensku meistarana í CSM.
A-riðill:
CSM Bucaresti – Brest Bretagne 30:30 (15:18).
Banik Most – Odense Håndbold 19:37 (10:16).
Vipers Kristiansand – Krim Ljubljana 36:31 (20:15).
FTC – Beitigheim 28:23 (10:12).
Staðan: | ||||||
CSM | 13 | 10 | 2 | 1 | 413 – 358 | 22 |
Vipers | 13 | 10 | 1 | 2 | 420 – 344 | 21 |
Odense | 13 | 8 | 0 | 5 | 373 – 345 | 16 |
FTC | 13 | 6 | 1 | 6 | 379 – 349 | 13 |
Brest | 13 | 5 | 2 | 6 | 348 – 342 | 12 |
Bietigheim | 13 | 4 | 2 | 7 | 385 – 363 | 10 |
Krim | 13 | 5 | 0 | 8 | 371 – 379 | 10 |
Banik Most | 13 | 0 | 0 | 13 | 322 – 531 | 0 |
Leikir í síðustu umferð:
Brest Bretagne – Vipers, 11. febrúar.
Odense – FTC, 12. febrúar.
Krim – CSM, 12. febrúar.
Bietigheim – Banik Most, 12. febrúar.
B-riðill:
Kastamonu – Györ 27:39 (12:16).
Metz Handball – Rapid Bucaresti 36:34 (20:17).
Esbjerg – Buducnost 30:20 (15:9).
Lokomotiv Zagreb – Storhamar 22:31 (12:17).
Staðan: | ||||||
Metz | 13 | 11 | 1 | 1 | 403 – 328 | 23 |
Györ | 13 | 10 | 0 | 3 | 415 – 319 | 20 |
Esbjerg | 13 | 10 | 0 | 3 | 427 – 338 | 20 |
Rapid | 13 | 8 | 2 | 3 | 414 – 382 | 18 |
Buducnost | 13 | 5 | 1 | 7 | 336 – 366 | 11 |
Storhamar | 13 | 4 | 0 | 9 | 353 – 380 | 8 |
Kastamonu | 13 | 1 | 1 | 11 | 341 – 442 | 3 |
Lokomotiv | 13 | 0 | 1 | 12 | 254 – 388 | 1 |
Leikir í síðustu umferð:
Györ – Esbjerg, 11. febrúar.
Buducnost – Kastamonu, 11. febrúar.
Storhamar – Metz, 12. febrúar.
Rapid – Lokomotiv Zagreb, 12. febrúar.