Elmar Erlingsson og liðsfélagar í Nordhorn-Lingen unnu nauman sigur á VfL Lübeck-Schwartau, 27:26, í hörkuleik á heimavelli í dag í 2. deild þýska handknattleiksins. Elmar lék afar vel og skoraði m.a. fimm í átta skotum og gaf sex stoðsendingar.
Kristian van der Merwe markvörður Nordhorn var vel á verði og var með 44% hlutfallsmarkvörslu. Munaði svo sannarlega um minna í jöfnum og skemmtilegum leik.
Nordhorn-Lingen er í 9. sæti með níu stig þegar níu leikir eru að baki. Eintracht Hagen er efst með 15 stig.
Reka áfram lestina
Ekki gekk eins vel hjá Tjörva Tý Gíslasyni og samherjum í HC Oppenweiler/Backnang. Þeir töpuðu fyrir Balingen-Weilstetten, 39:30, á heimavelli. HC Oppenweiler/Backnang rekur lestina í deildinni með tvö stig.
Tjörvi Týr nýtti öll sín markskot og skoraði þrisvar. Hann gaf einnig eina stoðsendingu.
- Stöðuna í mörgum deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.



