Danir hafa nú unnið báða leiki sína á mótinu og það er þriðja Evrópumeistaramóitð í röð sem þær gera það. Þetta var hins vegar versta tap Svartfellinga í sögu þeirra á EM og liðið er á barmi þess að detta úr keppni og yrði það í fyrsta skipti síðan 2006 sem Svartfellingar komast ekki í milliriðla.
Svartfjallaland – Danmörk 19:28 (11-13)
- Svartfellingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og liðin skiptust á að skora en um miðjan fyrri hálfleikinn náðu Danir að komast í tveggja marka forystu 8-6.
- Durdina Jaukovic var atkvæðamikil í leik Svartfellinga í fyrri hálfleik, hún átti flestar sendingar eða 100 talsins, hljóp 2 km sem var mest allra í liði Svartfjallalands og þa var hún einnig skotföstust en eitt skot hennar mældist á 125 km hraða.
- Danir mættu miklu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik þá sérstaklega í varnarleiknum og eftir aðeins tíu mínútna leik voru þær búnar að auka forystu sína í 19-13.
- Svartfellingar skoruðu ekki mark í 18 mínútur í seinni hálfleik og á þeim tíma skoruðu Danir 9 mörk.
- Sandra Toft markvörður Dana átti ekki góðan dag í 1.umferð þar sem hún var aðeins með 29% markvörslu en hún sýndi í dag að hún er einn besti markvörðurinn í kvennaboltanum. Hún varði 48% af skotunum sem hún fékk á sig og var valin maður leiksins
- Sóknarnýting Dana var til fyrirmyndar í þessum leik en þær skoruðu 28 mörk úr þeim 39 skotum sem þær skutu á markið og það gerir 72% skotnýtingu. Sömu sögu var ekki að segja um Svartfellinga en þær skoruðu 19 mörk úr 45 skotum sem er 45% nýting.
- Danska liðið hefur fengið á sig næst fæst mörk eftir 2 umferðir eða 42 alls. Aðeins Frakkar hafa gert betur en þær hafa fengið 2 mörkum minna á sig.
- Danir mæta Frökkum á þriðjudaginn í úrslitaleik um hvort liðið vinnur riðilinn
- Svartfellingar mæta Slóvenum einnig á þriðjudaginn og þá kemur í ljós hvort liðið kemst áfram í milliriðla og hvort liðið þarf að pakka saman og yfirgefa mótið.
Mörk Svartfjallalands: Jovanka Radicevic 4, Ema Ramusovic 4, Matea Pletikosic 2, Majda Mehmedovic 2, Jelena Despotovic 2, Nikolina Vukcevic 2, Durdina Jaukovic 1, Dijana Mugosa 1, Dijana Ujkic 1.
Varin skot: Marta Batinovic 6.
Mörk Danmerkur: Larke Pedersen 4, Mia Bidstrup 4, Trine Jensen 4, Anne Mette Hansen 3, Louise Burgaard 3, Mette Tranborg 2, Kristina Jorgensen 2, Mie Hojlund 2, Maibritt Hansen 1, Line Haugsted 1, Laura Lund 1, Andrea Hansen 1.
Varin skot: Sandra Toft 11, Althea Reinhardt 2.