- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erum að taka skref fram á við

Þórir Ólafsson fylgist af yfirvegun með leik sinna manna. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Þetta var bara góður baráttusigur og menn svöruðu fyrir slakan leik á móti Gróttu. Vörnin góð nær allan leikinn og Vilius góður fyrir aftan,“ sagði Þórir Ólafsson þjálfari Selfoss við handbolta.is þá hann var á leiðinni suður eftir að hafa krækt í kærkominn sigur á KA í Olísdeild karla í handknattleik í 12. umferð Olísdeildar karla, 30:28. Selfoss svaraði þar með fyrir tap fyrir KA í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð Olísdeildar í september.


„Sóknarlega vorum við fínir og agaðir,“ sagði Þórir.

Ungir og sprækir

Spurður hvort eitthvað hafi verið í leik KA sem hann hafi lagt áherslu á að hans menn hefði í huga svaraði Þórir að hægri vængurinn hjá KA í sókninni væri ævinlega erfiður viðureignar. „Síðan eru ungir sprækir strákar sem hafa leikið afar vel hjá KA.
Selfoss er enn í neðsta sæti deildarinnar þrátt fyrir sigur.

Janúar hléið á eftir að koma okkur vel
en við þurfum að nýta það vel

Þórir Ólafsson þjálfari karlaliðs Selfoss



Efiðlega hefur gengið að snúa gæfuhjólinu í rétta átt en vonandi hefur leikurinn í gær orðið til þess að betri tíð er í vændum.

„Við höfum leikið undir getu en erum að taka skref uppá við og mér finnst við enn eiga inni og ég er sannfærður að það skili sér,“ sagði Þórir sem er á sínu öðru tímabili sem aðalþjálfari Selfossliðsins.

Lærdómur að vera í brekku

Þórir bætti við: „Menn hafa verið talsvert mikið tjónaðir og fyrir vikið hefur reynt mjög á lðið. Janúar hléið á eftir að koma okkur vel en við þurfum að nýta það vel. Það getur tekið á að vera í brekku en það er mikil lærdómur í því og við erum að byggja upp liðið.

Við erum búnir að vera að einblína á okkur sjálfa og vinna í okkar styrkleikum og veikleikum,“ sagði Þórir Ólafsson þjálfari Selfoss sem vildi koma á framfæri þakklæti til KA fyrir góðar móttökur að vanda og alveg sérstökum þökkum til eigenda Bláu könnunnar fyrir hádegismatinn sem Selfossliðið fékk. Hann skilað sér greinilega í úrslitum leiksins.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -