- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópudeild karla ’23 – úrslit 4. umferðar

Peter Kukucka þjálfari svissneska liðsins HC Kriens-Luzern. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fjórða umferð riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik fór fram í kvöld. Aðeins tvær umferðir eru óleiknar og línur þar af leiðandi aðeins farnar að skýrast hvaða 16 lið komast áfram í útsláttarkeppnina sem hefst í febrúar.

Talsverður hópur Íslendingar tengist liðunum sem leika í Evrópudeildinni. Auk þess kom íslenskt dómarapar, Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson, við sögu í einum af leikjum umferðarinnar.

Hér fyrir neðan eru úrslit leikja kvöldsins og stuttlega tíunduð þátttaka Íslendinga.


A-riðill:
Rhein-Neckar Löwen – Benfica 39:30 (20:17).
– Arnór Snær Óskarsson skoraði 2 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen og Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark.
– Stiven Tobar Valencia skoraði 2 mörk fyrir Benfica.
Nantes – Kristianstad 31:27 (16:16).
– Viktor Gísli Hallgrímsson varði 10 skot í mark Nantes, 29,4%.

Staðan:

R-N Löwen4400137:1178
Nantes4301131:1186
Benfica4103129:1452
Kristianstad4004107:1240

B-riðill:
AEK Aþena – Hannover-Burgdorf 29:34 (16:16).
– Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari H. Burgdorf. Hann stýrði liðinu í leiknum í veikindum aðalþjálfarans.
HC Kriens-Luzern – Górnik Zabrze 30:30 (15:14).
Staðan:

H.Burgdorf4400130:1058
Zabrze4211120:1135
AEK Aþena4103105:1242
HC Kriens4013110:1231

C-riðill:
Pfadi Winterthur – Sävehof 29:32 (14:17).
– Tryggvi Þórisson skoraði ekki mark fyrir Sävehof.
REBI Balonmano Cuenca – Gorenje Velenje 28:27 (13:15)
Staðan:

Sävehof4400139:1058
Gorenje4202123:1104
Cuenca410398:1172
P.Winterthur4103107:1352

D-riðill:
RK Nexe – MSK Povazska Bystrica 35:28 (19:15).
Skjern – ABC de Braga 32:25 (15:10).
Staðan:

RK Nexe4400151:1098
Skjern4301131:1116
ABC Braga4103112:1282
Povazska4004104:1500

E-riðill:
Kadetten – HC Lovcen-Cetinje 36:26 (16:12).
– Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 2 mörk fyrir Kadetten.
Flensburg – Elverum 38:35 (19:15).
– Teitur Örn Einarsson skoraði 3 mörk fyrir Flensburg.
Staðan:

Flensburg4400152:1188
Kadetten4301129 :1286
Elverum4103134:1282
HC Lovcen400496:1370

F-riðill:
Logroño La Rioja – Vojvodina 29:32 (15:17).
– Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdu leikinn.
Bjerringbro/Silkeborg – Alkaloid 35:31 (17:16).
Staðan:

Bj./Silkeborg4301128:1086
Vojvodina4301116:1086
La Rioja4112108:1193
Alkaloid4013109:1261

G-riðill:
Chambéry – HC Izvidac 34:30 (16:13).
Dinamo Búkarest – Füchse Berlin 33:34 (17:16).
Staðan:

F.Berlin4400124:1068
D.Búkarest4202142:1114
Chambéry4202117:1094
HC Izvidac4004103:1600

H-riðill:
Chrobry Glogow – CSM Constanta 29:29 (14:19).
Sporting – Tatabánya 36:28 (17:14).
– Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex mörk fyrir Sporting.
Staðan:

Constanta4310116:997
Sporting4202130:1084
Tatabánya4202113:1194
C.Glogow401392:1251

Tengt efni:

Evrópudeild karla ’23 – úrslit 3. umferðar – staðan

Evrópudeild karla ’23 – úrslit 2. umferðar – staðan

Evrópudeild karla ’23 – úrslit 1. umferðar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -