- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færeyska landsliðið situr fast í svartaþoku – óvissa um Skopjeferð

Færeyska landsliðið sem lék í Laugardalshöll í byrjun nóvember. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fullkomin óvissa ríkir um hvenær færeyska karlalandsliðið í handknattleik getur lagt af stað frá Færeyjum áleiðis til Skopje til þess að leika við landslið Norður Makedóníu í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Svartaþoka auk óhagstæðs hliðarvinds er og hefur verið við flugvöllinn í Vogum í allan dag og í kvöld með þeim afleiðingum að hvorki hafa flugvélar mátt lenda né taka á loft.

Öllu flugi hefur þegar verið frestað í kvöld og eru leikmenn, þjálfarar og starfsfólk komið inn á Hotel Vágum í nágrenni flugvallarins. Það sem enn verra er að útlitið fyrir flug fyrri hluta morgundagsins er ekki bjart.

Sjá einnig fréttir frá Portal.fo:

Alt hongur á veðrinum í Vágum

Stór óvissa um nær føroyingarnir koma til Skopje

Hjálpavenjarin: -Huglagið er framvegis gott

Uppfært laugardaginn 11. maí kl. 11: Þokunni hefur ekki létt í Vogum í morgun. Útlit er fyrir að það dragist fram eftir degi og jafnvel fram á kvöld að hægt verði að lenda í Vogum. Flugvél Atlantic Airways sem á að flyta landsliðið til til Kaupmannahafnar er í Keflavík og fer ekki af stað fyrr en ljóst verður hvort hægt verður að lenda í Vogum.

Áfram þoka á morgun

Agnar Prestá blaðamaður sagði í skilaboðum til handbolta.is í kvöld að útlitið væri ekki bjart fyrir flug til og frá Vogum fyrri hluta dags á morgun. Áfram er reiknað með þoku og óhagstæðum hliðarvindi. Næst verður athugað með flug í hádeginu á morgun til Kaupmannahafnar. Þaðan stendur til að fara til Vínarborgar og áfram með öðru flugi til Skopje.

Til stóð að færeyska landsliðið færi af landi brott áleiðis til Kaupmannahafnar eftir hádegið í dag. Leikurinn í Skopje á að hefjast klukkan 18 á sunnudaginn.

Standa vel að vígi

Færeyska landsliðið vann heimaleikinn gegn Norður Makedóníumönnum, 34:27, í Þórshöfn á miðvikudagskvöldið og hefur þar með góðan möguleika á að tryggja sér í fyrsta sinn þátttökurétt á heimsmeistaramóti í handknattleik.

Landslið Norður Makedóníu fór frá Færeyjum í gær, fimmtudag. Þá var skellibjart.

Færeyingar unnu sjö marka sigur á heimavelli

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -