- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fékk einn léttan bolta í byrjun og hrökk í gang

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður Nantes og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég fékk einn léttan bolta í byrjun og þá fór allt í gang. Það er segin saga ef maður fær einn góðan bolta í byrjun þá vilja hlutirnir oft smella í framhaldinu,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins sem fór nánast með himinskautum í sigurleik íslenska landsliðsins á Tékkum í Laugardalshöll í dag, 28:19.


Viktor Gísli varði 15 skot, 58% hlutfall, sem er fáheyrð frammistaða hjá markverði í alþjóðlegum kappleik, ekki síst þegar litið er til þess að Viktor Gísli stóð í markinu í 45 mínútur. „Svo kemur bara annað í framhaldinu enda er geggjað að spila fyrir framan troðfulla Höllina og fá frábærar móttökur,“ sagði Viktor Gísli sem í framhaldi af fyrsta varða skotinu náði tvöfaldri markvörslu í næstu sókn á eftir.


„Það hefði verið erfitt fyrir mig að klúðra framhaldinu eftir þessa góðu byrjun eftir að ég kom inn á völlinn. Þetta var bara gaman,“ sagði Viktor Gísli ennfremur og bætti við.


„Annars var þetta flottur leikur hjá okkur, ekki síst varnarlega. Þetta var eina svarið sem við áttum eftir leikinn á miðvikudaginn. Annars var varnarleikurinn í dag og á miðvikudaginn sá besti sem við höfum leikið í mjög langan tíma. Svona varnarleikur hjálpar okkur markvörðunum mjög mikið. Við fáum léttari skot að utan,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is í Laugardalshöll síðdegis.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -