- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fer í fullt starf og þjálfar bæði meistaraflokksliðin

Einar Jónsson þjálfari bæði karla- og kvennalið Fram á næsta keppnistímabili. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Einar Jónsson verður þjálfari beggja meistaraflokksliða Fram á næsta keppnistímabili. Félagið staðfest þetta í tilkynningu í kvöld. Einar hefur síðustu tvö tímabil þjálfað karlalið Fram og bætir nú við sig kvennaliðinu. Einar tekur við þjáfun kvennaliðs Fram af Stefáni Arnarsyni sem hættir í vor eftir níu ár í brúnni eins og handbolti.is sagði frá í byrjun síðasta mánaðar.


Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Einar stýrir báðum meistaraflokksliðum Fram á sama tímabilinu. Hann spreytti sig á þessu krefjandi verkefni leiktíðina 2011/2012. Þá bætti hann karlaliðinu við sig eftir að hafa verið þjálfari kvennaliðsins um fimm ára skeið.


Einar verður um leið ráðinn í fullt starf fyrir handknattleiksdeild Fram og mun jafnframt taka að sér stöðu afreksþjálfara deildarinnar. Ljóst er að Einar mun hafa í mörg horn að líta.


„Mikill fjöldi ungra og efnilegra leikmanna æfir nú hjá félaginu en hlutverk Einars verður að tryggja að þessir leikmenn fái þá aðstoð og þjálfun sem til þarf,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Fram í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -