- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimm marka sigur hjá Ými Erni og félögum í Króatíu

Ýmir Örn Gíslason landsliðsmaður og leikmaður Rhein-Neckar Löwen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ýmir Örn Gíslason og liðsfélagar í Rhein-Neckar Löwen standa vel að vígi eftir fimm marka sigur á RK Nexe, 24:19, í fyrri viðureign liðanna í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Króatíu og því á Löwen góða möguleika á sæti í átta liða úrslitum þar sem liðið á heimaleikinn eftir.

Jannik Kohlbacher og Tobias Reichmann skoruðu sjö mörk hvor fyrir Rhein-Neckar Löwen. Marguc Gal skoraði fjögur mörk fyrir Nexe.

Fjögurra marka sigur hjá Heiðmari

Annað þýskt lið, Hannover-Burgdorf með Heiðmar Felixson í stóli aðstoðarþjálfara, vann sænsku meistarana í Sävehof, 34:30, í Hannover, sömuleiðis í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Tryggvi Þórisson var í liði Sävehof í kvöld. Hann skoraði ekki mark, ekkert fremur en Ýmir Örn fyrir Rhein-Neckar Löwen í sigrinum góða í Króatíu.

Svíinn Jonathan Edvardsson var markahæstur hjá Hannover-Borgdorf með átta mörk og Ilija Brozovic var næstur með sex mörk. Gustaf Wedberg skoraði 11 mörk fyrir Sävehof.

Fyrri í kvöld vann Füchse Berlin liðsmenn Kadetten Schaffhausen, 32:28, og Dinamo Búkarest lagði danska liðið Bjerringbro/Silkeborg, 37:34, í Búkarest eins og kom fram hér.

Nantes, Sporting, Flensburg og Skjern unnu sína riðla í 16-liða úrslitum og sitja yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar en mæta til leiks í átta lið úrslitum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -