- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjögur lið eru taplaus eftir tvær fyrstu umferðir

Leikmenn Vipers Kristiansand sigri meðan svo virtist sem rekstur félagsins léki í lyndi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Keppni í Meistaradeild kvenna í handknattleik heldur áfram í kvöld með átta leikjum þriðju umferðar riðlakeppninnar. Hápunktur helgarinnar er leikur umferðarinnar að mati EHF, þegar CSM Búkarest og Györ eigast við. Lið þessara félaga léku í úrslitum Meistaradeildar árið 2016 og hafa auk þess um langt árabil verið á meðal þeirra allra fremstu í evrópskum handknattleik. Auk Györ freista þrjú lið, Bietigheim, Krim og Ikast þess að bæta við sig þriðja sigurleiknum í röð.

Leikir helgarinnar

A-riðill:

CSM Búkarest – Györ | laugardagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Györ er eitt af fjórum liðum á þessu tímabili sem hefur unnið báða leikina til þessa.
  • Sóknarleikur CSM hikstaði verulega í fyrstu tveimur umferðunum. Liðið hefur aðeins skorað 52 mörk sem er talsvert undir meðaltali.
  • Laura Glauser markvörður CSM hefur farið vel af stað og varið flest skot til þessa, 36. Það gerir um 43,3% markvörslu. Laura lék með Györ frá 2020 til 2022.
  • Aðeins þrjú lið hafa fengið færri en 46 mörk í tveimur fyrstu leikjunum, þar á meðal Györ en varnarleikur liðsins hefur verið framúrskarandi.
  • Þessi lið hafa mæst tíu sinnum áður. Györ hefur átta sinnum farið með sigur af hólmi.

Buducnost – Sävehof | sunnudagur kl. 12 | Beint á EHFTV

  • Liðin eru tvö af fjórum sem hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa.
  • Heimakonur hafa fengið næst flest mörk á sig til þessa, 66.
  • Buducnost hefur aðeins tvisvar sinnum áður tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni, tímabilin 2006/2007 og 2021/2022.
  • Aðeins Lubin hefur skorað færri mörk en Buducnost á þessari leiktíð.
  • Sävehof hefur aldrei tekist að vinna Buducnost.

DVSC Schaeffler – Bietigheim | sunnudagur kl. 12 | Beint á EHFTV

  • Bietigheim er eitt fjögurra liða sem hefur unnið báða leiki sína til þessa í Meistaradeildinni.
  • 20. mark þýska liðsins í þessum leik verður 1.500. mark þess í Meistaradeildinni. Bietigheim verður 32. liðið til þess að ná þeim árangri.
  • DVSC hefur aðeins unnið leiki á heimavelli í Meistaradeildinni. Leikmenn ungverska liðsins vonast til að komast inn á beinu brautina eftir ósigur sinn gegn löndum sínum í Györ um síðustu helgi.
  • Tveir leikmenn þýska liðsins eru á topp 10 lista yfir markahæstu leikmenn til þessa; Karolina Kudlacz og Xenia Smits hafa skoraði 11 mörk hvor.

Brest – Odense | sunnudagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Bæði lið hafa unnið einn og tapað einum leik til þessa. Odense hefur náð að skora 15 mörkum fleiri en Brest í upphafsleikjunum tveimur.
  • Árangur franska liðsins á heimavelli hefur ekki verið uppá marga fiska á síðustu tveimur tímabilum. Brest hefur tapað 6 af síðustu 9 heimaleikjum.
  • Dione Housheer hægri skytta Odense er með flestar stoðsendingar eftir tvær umferðir, 15. Einnig hefur hún skoraði níu mörk.
  • Danska liðið hefur unnið fimm af átta viðureignum liðanna.
Standings provided by Sofascore

B-riðill:

Krim – FTC | laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV

  • Ungverska liðið hefur farið illa af stað á þessar leiktíð og tapað báðum leikjum með meira en tveggja stafa tölu.
  • Krim hefur sigrað í báðum leikjum til þessa og hefur ekki byrjað betur í áratug.
  • Slóvenska liðið er með næst bestu sóknina og vörnina. Krim hefur skorað 69 mörk og fengið á sig 45.
  • Andrea Lekic er markahæst í liði FTC með 13 mörk. Hún er á sínu sautjánda tímabili í Meistaradeild kvenna.
  • Þessi lið hafa mæst fimmtán sinnum. FTC hefur unnið níu sinnum en Krim í sex skipti.

Lubin – Vipers | laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV

  • Lubin er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í Meistaradeild kvenna. Liðið tapaði naumlega gegn Rapid Búkarest í síðustu umferð, 26 – 25.
  • Ríkjandi meistarar í Vipers töpuðu óvænt í fyrstu umferð. Leikmenn liðsins náðu vopnum sínum í síðustu umferð gegn FTC unnu með 11 marka mun, 37 – 26.
  • Jana Knedlikova leikmaður Vipers er markahæst í Meistaradeildinni með 15 mörk eða 79% skotnýtingu. Katrine Lunde markvörður liðsins er með næst flest skot varin, 30.
  • Lubin hefur skorað fæst mörk til þessa, 43, og fengið á sig 64.

Esbjerg – Metz | laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV

  • Henny Reistad snýr aftur á völlinn með Esbjerg um helgina eftir að hafa misst af leiknum um síðustu helgi vegna meiðsla.
  • Bæði lið töpuðu leikjum sínum í síðustu umferð. Esbjerg tapaði, 33 – 27, fyrir Krim og Metz tapaði, 39 – 36, fyrir Ikast.
  • Chloé Valentini og Anne Mette Hansen fóru mikinn í markaskorun franska liðsins í fyrstu tveimur umferðunum. Chloé skoraði 14 mörk á meðan Anne Mette skoraði 11.
  • Franska liðið skoraði flest mörk allra liða í fyrstu tveimur umferðunum. 73. Ekki nóg með það heldur er markvörður liðsins, Hatadou Sako, á meðal þeirra markvarða sem hafa varið flest skot. Hún er með 37% markvörslu.

Rapid Búkarest – Ikast | sunnudagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Rapid og Ikast hafa ekki mæst á handboltavellinum í 27 ár. Lið þessara félaga mættust í átta liða úrslitum gömlu borgarkeppni EHF tímabilið 1996/97. Ikast hafði betur í báðum viðureignum.
  • Rapid mætir til leiks undir stjórn nýs þjálfara, David Ginesta.
  • Ikast er með þriðju bestu sóknina til þessa. Liðið hefur skorað 66 mörk í fyrstu tveimur leikjunum.
  • Emma Friis er markahæsti leikmaður Ikast með 10 mörk. Hjá Rapid er Orlane Kanor markahæst með 12 mörk.
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -