- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjögurra marka tap FH-inga

Hart barist á línunni í Kaplakrika í kvöld. Mynd/Jóhannes Long
- Auglýsing -


FH laut í lægra haldi, 29-25, gegn sterku lið Fenix Toulouse í Kaplakrika í kvöld. Þetta var síðasti leikur FH-inga að sinni í Evrópudeild karla en liðið lýkur keppni í H-riðli í neðsta sæti með tvö stig eftir sex leiki. Gummersbach og Fenix Toulouse eru komin áfram í H-riðli.

Sóknarleikurinn í vandræðum

Eftir brösugan fyrri hálfleik fyrir heimamenn var staðan 14-7 fyrir Fenix Toulouse og því á brattann að sækja í síðari hálfleik til þess að saxa á forskotið. Mest komust gestirnir átta mörkum yfir, 7-15, í upphafi síðari hálfleiks.

Hafnfirðingar lögðu þó ekki árar í bát og náðu að minnka muninn niður í tvö mörk, 25-27, þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka. Franska liðið svaraði hins vegar með tveimur síðustu mörkum leiksins og vann með fjögurra marka mun, 25-29.

Stórleikur markvarðar Fenix Toulouse

Jef Lettens í marki Fenix Toulouse reyndist FH-ingum sérlega erfiður í kvöld en hann varði 14 skot, eða 66,7% markvarsla samkvæmt tölfræði EHF, Evrópska handknattleikssambandsins. Daníel Freyr Andrésson varði sex skot í marki FH og Birkir Fannar Bragason varði fimm skot.

Hjá FH voru þeir Ásbjörn Friðriksson og Jóhannes Berg Andrason markahæstir með sex mörk. Portúgalinn Goncalo Viera var markahæstur hjá Fenix Tolouse með sjö mörk.

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 6, Jóhannes Berg Andrason 6, Jón Bjarni Ólafsson 5, Birgir Már Birgisson 3, Einar Örn Sindrason 2, Garðar Ingi Sindrason 2, Símon Michael Guðjónsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 6/1, Birkir Fannar Bragason 5.

Mörk Fenix Toulouse: Goncalo Vieira 7, Mathieu Marmier 4, Casper Käll 3, Erwin Feuchtmann 3, Téo Jarry 3, Jeremy Robert 2, Nemanja Ilic 2, Romain Giraudeau 1, Gabriel Nyembo 1, Antoni Doniecki 1, Edouard Kempf 1, Uros Mitrovic 1.
Varin skot: Jef Lettens 14, Yassine Belkaied 5.

Evrópudeild karla “24 – riðlakeppni 32-liða – 6. umferð, úrslit

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -