- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórir efnilegir Gróttumenn komnir með tveggja ára samninga

F.v.: Sverrir Arnar Hjaltason, Gísli Örn Alfreðsson, Hannes Pétur Hauksson og Alex Kári Þórhallsson. Mynd/Grótta
- Auglýsing -

Grótta hefur framlengt samninga sína til tveggja ára við unga og efnilega leikmenn félagsins sem hluti af uppbyggingu félagsins. Allir leikmennirnir eru lykilleikmenn í 3. flokki og U-liði félagsins. Leikmennirnir eru Alex Kári Þórhallsson, Gísli Örn Alfreðsson, Hannes Pétur Hauksson og Sverrir Arnar Hjaltason.

  • Alex Kári er 18 ára gamall. Hann örvhentur og getur bæði leikið sem skytta og hornamaður. Hann er klókur leikmaður og spilar vel upp á félaga sína í liðinu.
  • Gísli Örn er 17 ára gamall og getur bæði leikið sem leikstjórnandi og skytta. Hann er góður skotmaður, fylginn sér og öflugur beggja megin vallarins.
  • Hannes Pétur er 18 ára gamall og er hávaxinn markvörður. Hann hefur góðar staðsetningar og hefur góða sendingagetu.
  • Sverrir Arnar er 16 ára gamall og er línumaður. Hann er nautsterkur, viljugur og hefur stigið stór framfaraskref síðastliðinn vetur.
  • Gísli og Hannes hafa hlotið eldskírn sína í Olísdeildinni á meðan Alex og Sverrir eiga hana eftir og vonandi kemur hún á næstu misserum.

Grótta er virkilega ánægð með samningana enda eru þeir mikilvægur liður í framtíðaráformum félagsins, segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu.

„Við erum mjög ánægðir að vera búnir að semja við þessa ungu stráka. Þessir strákar hafa flestir verið viðloðandi meistaraflokkinn síðastliðinn vetur og því eðlileg þróun að þeir stígi næsta skref og verði partur af uppbyggingunni,“ er haft eftir Róberti Gunnarssyni þjálfara Gróttuliðsins í áðurnefndri tilkynningu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -