- Auglýsing -

Flottur og góður hópur – mikill metnaður

- Auglýsing -


„Undirbúningur okkar fyrir verkefni sumarsins hafa gengið mjög vel,“ segir Hilmar Guðlaugsson sem þjálfar 17 ára landslið kvenna í handknattleik ásamt Díönu Guðjónsdóttur. Framundan eru tvö stór verkefni hjá 17 ára landsliðinu, annarsvegar þátttaka í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, sem hefst í dag í Skopje, og hinsvegar Evrópumótið sem byrjar í lok þessa mánaðar og stendur yfir fram í ágúst.


„Við fórum til Færeyja í júní og lékum tvo leiki. Sáum þar hvar við stóðum og hvað þurfti að leggja áherslu á. Við höfum æft vel í sumar,“ segir Hilmar og bætir við.

Komnar til Skopje – fyrsti leikur á mánudaginn

„Þetta er mjög flottur og jafn hópur sem gott. Breiddin er mikil. Stelpurnar eru mjög metnaðargjarnar. Það er kostur að hafa góða breidd í hópnum og margar týpur af leikmönnum.“

Hilmar fór ekki með til Skopje en kemur til móts við landsliðið í Podgorica í Svartfjallalandi ásamt Einari Bragasyni markvarðaþjálfara áður en flautað verður til leiks á Evrópumótinu.

17 ára landsliðið sem var æfingu á Ásvöllum á dögunum áður en farið var út. Efri röð f.v.: Tinna Ósk Gunnarsdóttir, Danijela Sara Björnsdóttir, Erla Rut Viktorsdóttir, Sigrún Erla Þórarinsdóttir, Eva Lind Tyrfingsdóttir, Vigdís Arna Hjartardóttir, Hekla Sóley Halldórsdóttir, Klara Káradóttir, Agnes Lilja Styrmisdóttir, Ebba Guðríður Ægisdóttir, Arna Sif Jónsdóttir. Fremri röð f.v. Valgerður Elín Snorradóttir, Eva Steinsen Jónsdóttir, Roksana Jaros, Laufey Helga Óskarsdóttir, Alba Mist Gunnarsdóttir, Dagný Þorgilsdóttir, Guðrún Ólafía Marinósdóttir. Ljósmynd/Ívar

„Þetta verður ævintýri fyrir stelpurnar“

Bjartsýn á góðan árangur

„Við erum bjartsýn á góðan árangur á EM. En þá þarf allt að ganga upp. Metnaðurinn er til staðar,“ segir Hilmar og bætir við að það verði einnig verðugt verkefni að halda þessum góða hóp saman í langan tíma en ferðir og þátttaka í mótunum tveimur spannar rúmar þrjár vikur.

Lengra viðtal er við Hilmar í spilaranum hér fyrir ofan.

Handboltahóparnir tilbúnir fyrir Ólympíuhátíðina

Einar Bragason markmannsþjálfari, Díana Guðjónsdóttir og Hilmar Guðlaugsson þjálfarar 17 ára landsliðs kvenna. Einar og Hilmar koma til móts við 17 ára landsliðið fyrir Evrópumótið í Potgorica í Svartfjallalandi sem hefst 30. júlí. Ljósmynd/Ívar
Dagskrá 17 ára landsliðs kvenna Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje:
Mánudagur 21. júlí: N-Makedónía - Ísland, kl. 14.
Þriðjudagur 22. júlí: Noregur - Ísland, kl. 16.15.
Miðvikudagur 23. júlí: Ísland - Sviss, kl. 16.15.
Föstudagur 24. júlí: Krossspil á milli riðla.
Laugardagur 25. júlí: Leikið um sæti eitt til átta.
- Í hinum riðlinum eiga sæti landslið Frakklands, Hollands, Ungverjalands og Þýskalands.
- Landslið Sviss vann Opna Evrópumót 16 ára landsliða í fyrra.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -