Nýkrýndum Evrópubikarmeisturum Vals í handknattleik karla hefur verið sýndur ýmiskonar heiður síðustu daga eftir að þeir kom heim úr sigurförinni til Aþenu.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Einar Þorsteinsson, bauð leikmönnum, þjálfurum og stjórnendum Vals til móttöku í Höfða síðdegis á miðvikudaginn. Að móttökunni lokinni voru leikmenn Vals heiðursgestir á oddaleik Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla.
Í gær, fimmtudag, tók forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, á móti karlaliði Vals í handknattleik og föruneyti á Bessastöðum. Forseti óskaði Valsmönnum til hamingju með glæsilegan árangur og ræddi við gestina um gildi afreks- og almenningsíþrótta í samfélaginu, eftir því sem fram kemur á heimasíðu embættisins.
Fleiri myndir er að finna á heimasíðu embættis forseta Íslands.