Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar þegar lið hans, SC Magdeburg náði öðru stiginu eftir mikla baráttu í heimsókn til Füchse Berlin í kvöld í síðasta leik dagsins í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 31:31. Magdeburg skoraði tvö síðustu mörk leiksins.
Magdeburg er þar með áfram í sjötta sæti deildarinnar með 17 stig að loknum 12 leikjum, er fimm stigum á eftir Melsungen og Hannover-Burdgorf sem eru jöfn að stigum í tveimur efstu sætunum. Berlínarliðið hefur unnið sér inn 20 stig í þriðja sæti en hefur lagt 13 leiki að baki.
Berlínarliðið fór á kostum í fyrri hálfleik var með sex marka forskot að honum loknum, 23:17. Varnarleikur markvarsla var allt önnur og betri hjá Magdeburg í síðari hálfleik. Liðið fékk aðeins á sig átta mörk. Einnig tókst með baráttu og útsjónarsemi í sókninni að vinna upp forskot, Füchse. Matthias Musche og Oscar Bergendahl skoruðu tvö síðustu mörkin. Magdeburg vann boltann á lokasekúndunum en Manuel Zehnder náði ekki að skora.
Daninn Mathias Gidsel var markahæstur hjá Füchse Berlin með 11 mörk, ekkert úr vítakasti fremur en fyrridaginn. Landi hans Lasse Bredekjær Andersson var næstur með sex mörk. Miklu munaði að markvörðurinn Dejan Milosavljev virtist miður sín og varði vart skot.
Matthias Musche skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg, sex markanna voru úr vítaköstum. Auk Gísla Þorgeirs þá skoraði Magnus Saugstrup einnig fimm mörk.
Fyrr í dag voru fleiri leikir í deildinni: Fögnuður í Gummersbach og hjá Göppingen
Staðan í þýsku 1. deildinni: