- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrstu liðin byrja í Evrópu í september – meistaraliðin mæta til leiks í október

Íslandsmeistarar ÍBV telja sig hafa tromp á hendi þrátt fyrir tap í fyrri Evrópuleiknum ytra í kvöld. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

Valur og FH mæta til leiks í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í haust. Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar Aftureldingar sitja yfir í fyrstu umferð ásamt 52 öðrum liðum sem mæta galvösk til leiks í aðra umferð í október.

Handknattleikssamband Evrópu hefur birt nöfn þeirra 76 liða sem óskuðu eftir þátttöku í Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla. Af þeim taka 24 þátt í fyrstu umferð sem fram fer 9. og 10. september annars vegar og hinsvegar 16. og 17. september.

Sjá einnig:
Íslandsmeistarar Vals byrja í fyrstu umferð í Evrópu
ÍBV er eitt af 32 liðum í efri styrkleikaflokki

Valur verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í fyrstu umferð á þriðjudaginn. FH verður í neðri flokkunum. Tólf lið eru í hvorum flokki.

Dregið eftir viku

Ekki verður aðeins dregið í fyrstu umferð á þriðjudagsmorgun heldur einnig til annarrar umferðar. Íslandsmeistarar ÍBV verða í efri flokknum en Afturelding í þeim neðri auk 19 annarra liða sem sitja yfir í fyrstu umferð og 12 liða sem komast áfram úr fyrstu umferð.

Önnur umferð Evrópubikarkeppninnar verður 14. og 15. október og 21. og 22. október.

Hér fyrir neðan er skjal með nöfnum félaganna 76 sem skráð eru til leiks og hvernig þeim hefur verið raðað niður fyrir dráttinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -