- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gjaldþrot blasir við þreföldum Evrópumeisturum

Evrópumeistarar Vipers vorið 2023. Mynd/EPA
- Auglýsing -


Rekstur norska meistaraliðsins Vipers Kristiansand er kominn að fótum fram, ef svo má segja. Félagið segir frá því í tilkynningu í morgun að það vanti 25 milljónir norskra króna fyrir lok vikunnar, jafnvirði um 320 milljóna íslenskra króna, til að forðast megi gjaldþrot.

Einn af risunum

Vipers Kristiansand hefur verið einn af risunum í evrópskum kvennahandknattleik undanfarin ár. Lið félagsins vann m.a. Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, 2021, 2022, 2023, nokkuð sem engu öðru liði hefur tekist. Með félaginu leika nokkrar af bestu handknattleikskonum Noregs, m.a. norsku landsliðsmarkverðirnir Katrine Lunde og Silje Solberg.

Á brauðfótum síðustu mánuði

Vipers hefur staðið á brauðfótum allt þetta ár og verið í ýmsum reddingum til þess að fleyta sér áfram. Snemma árs virtist reksturinn á leiðinni í þrot þegar tókst að skrapa saman nokkrum milljónum á elleftu stundu. M.a. hringdu leikmenn liðsins út í einstaklinga til að safna fé. Í sumar var rússneska handknattleikskonan Anna Vyakhireva seld þvert gegn vilja sínum frá félaginu til Brest í Frakklandi fyrir metfé. Með sölunni fengust inn mikilvægar tekjur auk þess sparnaður náðist í launagreiðslum. Forráðamenn Vipers viðurkenndu þá að betur mætti ef duga skyldi.

Vipers hefur unnið norsku deildina sjö ár í röð og bikarkeppnina jafn oft á síðust átta árum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -