- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Góður endasprettur nægði ekki gegn Slóvenum

Þjálfararnir Patrekur Jóhannesson og Heimir Ríkarðsson leggja leikmönnum lífsreglurnar. Mynd/MKJ
- Auglýsing -

Piltarnir í 18 ára landsliðinu máttu bíta í það súra epli að tapa fyrir Slóvenum í annarri umferð æfingamótsins í handknattleik í Búdapest í Ungverjalandi, 30:28. Þeir voru einnig undir að loknum fyrri hálfleik, 17:13.

Síðasti leikur piltanna verður gegn íranska landsliðinu á morgun. Leikurinn hefst klukkan 13.45. Í gær vann íslenska liðið nokkuð öruggan sigur á Ungverjum.

Í dag var annað upp á teningnum. Slóvenar voru með yfirhöndina nánast frá upphafi. M.a. var þriggja marka munur, 12:9, eftir 20 mínútur.


Í síðari hálfleik var forskot Slóvena mest sex mörk í þrígang í síðari hálfleik, síðast 24:18, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Allt stefndi í öruggan slóvenskan sigur. Íslensku piltarnir voru á öðru máli. Þeim tókst að sauma að Slóvenum á síðustu 10 mínútum. Þeir minnkuðu muninn ítrekað í tvö mörk. Ágúst Guðmundsson skoraði m.a. úr vítakasti, 24. markið, 26:24, þegar hálf fjórða mínúta var eftir af leiktímanum.

Nær komust þeir ekki en áttu þess m.a. kost á síðustu mínútunni, þegar boltinn vannst í stöðunni 29:27. Því miður tapaðist boltinn og Slóvenar skoruðu 30. markið í kjölfarið. Íslensku piltarnir skoruðu 28. mark sitt á allra síðustu andartökum viðureignarinnar.

Sjá einnig: U18EM karla: Ísland í riðli með heimaliðinu, Færeyingum og Ítölum

Mörk Íslands: Ágúst Guðmundsson 7, Dagur Árni Heimisson 6, Garðar Ingi Sindrason 5, Stefán Magni Hjartarson 3, Harri Halldórsson 2, Ævar Smári Gunnarsson 2, Jens Bragi Bergþórsson 1, Antonie Óskar Pantano 1, Nathan Doku Helgi Assaru 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 4, Elías Sindri Pilman 4.

Meiri tölfræði.

Hægt var að fylgjast með leiknum í dag í streymi í gengum handbolti.is.

Streymi: Ísland – Slóvenía, æfingamót 18 ára landsliða, kl. 13.45

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -