Ída Bjarklind Magnúsdóttir leikmaður Víkings skoraði flest mörk í Grill 66-deild kvenna sem lauk á dögunum. Hún skoraði 141 mark í 18 leikjum, 7,8 mörk að jafnaði í leik. Ída Bjarklind stakk sér fram úr landsliðskonunum í liði Selfoss, Perlu Ruth Albertsdóttur og Kötlu Maríu Magnúsdóttur, á endasprettinum. Perla Ruth lék 17 leiki en Katla María 16. Hún meiddist í undanúrslitaleik Poweradebikarsins og missti af tveimur síðustu leikjum deildarinnar.
Ída Bjarklind er burðarás í Víkingsliðinu sem náði sínum besta árangri um árabil. Liðið hafnaði í þriðja sæti Grill 66-deildar og vann sér inn sæti í umspilskeppni Olísdeildar. Ída Bjarklind og samherjar mæta Gróttu í undanúrslitum umspilsins. Fyrsti leikurinn verður 11. apríl.
Leiktíðina 2022/2023 varð Ída Bjarklind þriðja markahæst í Grill 66-deildinni en fyrir neðan töfluna með markahæstu leikmönnum er að finna tengla á upplýsingar um markahæstu leikmenn Grill 66-deildar kvenna síðustu þrjú tímabil.
Eftirtaldar skoruðu 50 mörk eða fleiri í Grill 66-deild kvenna:
| Nafn: | Félag: | Mörk: |
| Ída Bjarklind Magnúsdóttir | Víkingi | 141 |
| Perla Ruth Albertsdóttir | Selfossi | 133 |
| Katla María Magnúsdóttir | Selfossi | 131 |
| Emilía Ósk Steinarsdóttir | FH | 118 |
| Aníta Eik Jónsdóttir | HK | 110 |
| Guðrún Hekla Traustadóttir | Val U | 94 |
| Sóldís Rós Ragnarsdóttir | Fram U | 94 |
| Arna Kristín Einarsdóttir | Selfossi | 92 |
| Valgerður Arnalds | Fram U | 88 |
| Ena Car | FH | 86 |
| Katrín Anna Ásmundsdóttir | Gróttu | 83 |
| Ester Amíra Ægisdóttir | Haukum U | 81 |
| Auður Brynja Sölvadóttir | Víkingi | 79 |
| Ída Margrét Stefánsdóttir | Gróttu | 79 |
| Sara Björg Davíðsdóttir | Fjölni | 77 |
| Harpa Valey Gylfadóttir | Selfossi | 73 |
| Sara Rún Gísladóttir | Fram U | 73 |
| Arna Karitas Eiríksdóttir | Val U | 70 |
| Íris Anna Gísladóttir | Fram U | 70 |
| Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir | Val U | 68 |
| Tinna Sigurrós Traustadóttir | Selfossi | 68 |
| Telma Sól Bogadóttir | Fjölni | 62 |
| Brynja Eik Steinsdóttir | Haukum U | 61 |
| Ólöf María Stefánsdóttir | Gróttu | 59 |
| Sólveig Ása Brynjarsdóttir | Fjölni | 59 |
| Rósa Kristín Kemp | Haukum U | 58 |
| Eyrún Ósk Hjartardóttir | Fjölni | 57 |
| Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir | Gróttu | 57 |
| Anna Valdís Garðarsdóttir | HK | 56 |
| Ásrún Inga Arnarsdóttir | Val U | 56 |
| Hafdís Shizuka Iura | Víkingi | 55 |
| Lilja Hrund Stefánsdóttir | Gróttu | 53 |
| Karen Hrund Logadóttir | FH | 50 |
Sjá einnig:
Ætlaði sér að verða markahæst í deildinni
Markadrottning Grill66-deildar: „Vissi að ég átti góða möguleika“
Sara Katrín skoraði nærri 10 mörk að jafnaði í leik
Elín Klara skoraði flest mörk í Olísdeildinni



