- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66kvenna: Emilía Ósk skoraði 10 mörk í Safamýri

Emilia Ósk Steinarsdóttir leikmaður FH. Mynd/Brynja Trausta, FH
- Auglýsing -

Emilía Ósk Steinarsdóttir skoraði 10 mörk fyrir FH og var markahæst á leikvellinum þegar FH vann nýliða Berserki í Safamýri, 35:15, í dag í næst síðasta leik 2. umferð Grill 66-deildar kvenna. FH-ingar voru með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til enda. Níu marka munur var á liðunum þegar fyrri hálfleikur var að baki, 17:8.


Emilía Ósk flutti heim í sumar eftir ársdvöl í Kaupamannahöfn. Hún gekk rakleitt aftur til liðs við FH-inga hvar hún hefur leikið frá því að hún var yngri. Ekki er að sökum að spyrja, Emilía er strax byrjuð að láta til sín taka.

FH hefur nú unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni, eins og Grótta, Selfoss og Víkingur.

Lið Berserkja er eins og áður segir nýliði í deildinni. Margir leikmanna liðsins eru í yngri kantinum en mun örugglega vaxa af afli og þreki í vetur undir stjórn Jens Gunnarssonar þjálfara.

Valur U og Fjölnir mætast annað í Origohöllinni í síðasta leik 2. umferðar Grill 66-deildar kvenna.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk Berserkja: Auður Margrét Pálsdóttir 6, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4, Thelma Dís Harðardóttir 2, Agnes Ýr Bjarkadóttir 1, Tanja Rut Hermannsdóttir 1, Arna Sól Orradóttir 1.
Varin skot: Sandra Björk Ketilsdóttir 7, Aníta Sólveig Traustadóttir 4.
Mörk FH: Emilía Ósk Steinarsdóttir 10, Karen Hrund Logadóttir 8, Ena Car, Lara Zidek 4, Guðrún Ólafía Marinósdóttir 3, Birna Íris Helgadóttir 2, Embla Björg Ingólfsdóttir 2.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 8, Bára Björg Ólafsdóttir 1.

Grill 66kvenna: Þrettán marka sigur Gróttu
Grill66 kvenna: Selfoss og Víkingur unnu ungmennalið
Grill66 kvenna: FH vann síðasta leik umferðarinnar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -