- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66kvenna: Þrettán marka sigur Gróttu

Daðey Ásta Hálfdánsdóttir og Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir leikmenn Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta vann stórsigur á HK í eina leik dagsins í Grill 66-deild kvenna í handknattleik, 29:16. Liðin mættust í Kórnum í Kópavogi. Eins og úrslitin gefa til kynna var Gróttuliðið mikið sterkara frá upphafi til enda. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 16:6 Gróttu í hag en liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni eins og Selfoss og Víkingur.


Á næsta föstudag verður stórleikur í Grill 66-deildinni þegar Grótta og Selfoss mætast í Hertzhöllinni á Selfossi í 3. umferð.

Segja má að HK-liðið standi á byrjunarreit með þjálfara sínum Hilmari Guðlaugssyni sem tók við í sumar. Eftir fall úr Olísdeildinni í vor kusu margir leikmenn að róa á önnur mið. Unnið er að uppbyggingu í Kópavogi um þessar mundir. Á sama tíma setti Grótta sér það markmið að vera í toppbaráttu og berjast um sæti í Olísdeildinni.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk HK: Aníta Eik Jónsdóttir 4, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 2, Anna Valdís Garðarsdóttir 2, Stella Jónsdóttir 2, Þórhildur Braga Þórðardóttir 2, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1, Margrét Guðmundsdóttir 1, Elfa Björg Óskarsdóttir 1, Inga Fanney Hauksdóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 6, Íris Eva Gísladóttir 2.
Mörk Gróttu: Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 4, Ída Margrét Stefánsdóttir 4, karlotta Óskarsdóttir 4, Ólöf María Stefánsdóttir 3, Katrín S. Thorsteinsson 3, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3, Rut Bernódusdóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 7, Soffía Steingrímsdóttir 5.

Leikir í gærkvöld:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -