- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gróttuhjartað skein í gegn

Einar Baldvin Baldvinsson markvörður Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Gróttuhjartað skein í gegn þegar mestu máli skipti í lokin. Stuðningurinn var frábær frá öllum sem komu og studdu okkur. Þeirra er sigurinn enda væri ekkert gaman ef þessi frábæri hópur mætti ekki og léti í sér heyra frá upphafi til enda,“ sagði Einar Baldvin Baldvinsson markvörður Gróttu og tileinkaði frábærum stuðningsmönnum liðsins sigurinn á Haukum, 25:24, í Olísdeild karla í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Grótta skoraði þrjú síðustu mörkin og vann sinn fyrsta leik í deildinni í tvö mánuði. Það var nánast þjóðhátíðarstemning í salnum þegar leiktíminn var úti.

Hefði misst úr svefn

„Allavega getum við ekki sagt að reynslan hafi skilað þessum sigri í lokin. Við erum með reynslulítið og frekar ungt lið. Seiglan er hinsvegar fyrir hendi og loksins féll sigurinn með okkur í lokin. Upp á síðkastið hefur sigurinn fallið með andstæðingum okkar í jöfnum leikjum. Okkur langaði svo svakalega í þennan sigur. Ég hefði ekki sofið fram að næsta leik ef við hefðum tapað í kvöld,“ sagði Einar Baldvin sem enn og aftur hældi stuðningsmönnum Gróttuliðsins á hvert reipi. Þeir lögðu aldrei árar í bát.

Missir sig í gleðinni

„Maður missir sig alveg í gleðinni með þessu frábæra fólki,“ sagði Einar Baldvin ennfremur en hann átti afar góðan leik, varði 15 skot, 39,5%.

Þessi vaski hópur stuðningsmanna Gróttu leggur aldrei árar í bát. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

„Hertzhöllin er okkar vígi, menn fá ekkert gefins hjá okkur. Hrósið fær svo okkar frábæra stuðningsfólk og sjálfboðaliðarnir. Lifi handboltinn!“ sagði sigurglaður markvörður Gróttu, Einar Baldvin Baldvinsson í samtali við handbolta.is í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -