- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grunaði að menn myndu leika góða vörn

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Mig grunaði að menn myndu leika góða vörn í kvöld vegna þess að okkur tókst ekki að kalla fram það besta í Eyjum á sunnudaginn þótt sóknarleikurinn hafi verið góður. Nú náðum saman frábærri vörn og Bjöggi varði allt hvað af tók. Það skilaði mörgum hraðaupphlaupum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is í eftir sigurinn á Haukum, 31:25, í Olísdeild karla í handknattleik í Origohöllinni í gærkvöld.

Jákvætt fyrir Róbert Aron

Óskar Bjarni sagði sérstaklega jákvætt að sjá hversu öflugur Róbert Aron Hostert hafi verið að þessu sinni. Róbert Aron hafi lengi glímt við erfið meiðsli en sé hægt og bítandi að ná sér á strik. Hann hafi leikið mjög vel í vörninni og hafi síðan tekið af skarið í sóknarleiknum, sem hafi verið mikilvægt í fjarveru Magnúsar Óla Magnússonar.

„Ég hef úr mörgum leikmönnum að velja. Breiddin er okkar sterkasta vopn. Við verðum bara að nýta hana rétt,“ sagði Óskar Bjarni sem er ánægður með árangur Vals til þessa. Liðið hefur unnið sjö af átta leikjum sínum og er í efsta sæti Olísdeildar.

Verðum að standa saman

„Að undanskildum leiknum í Eyjum þá höfum við leikið mjög góðan varnarleik í flestum leikjum í vetur en varnarleikurinn er aðal Valsliðsins. Í kvöld vorum við stórkostlegir í 45 mínútur. Til þess að ná þessu þá verðum við að standa saman og vinna hlutina sem ein heild. Um leið og við slökum á þá getum við ekki neitt.“

Haukar hafa verið sterkir

Óskar Bjarni sagði það hafa komið sér á óvart að Haukar náðu sér ekki á strik.

„Haukar hafa verið mjög góðir í síðustu leikjum. Leikið góða vörn, verið agaðir í sókninni og gert fá mistök. Aron Rafn hefur ekki átt mjög góða leiki í markinu. Hann náði sér ekki á strik í kvöld og vörnin var fyrir vikið óöruggari,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari karlaliðs Vals í samtali við Lúther Gestsson sem var útsendari handbolta.is á viðureign Vals og Hauka í Origohöllinni í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -