- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Guðjón Valur er á meðal markahæstu á Ólympíuleikum

Guðjón Valur Sigurðsson skorar mark hjá Frakkanum Thierry Omeyer á Ólympíuleikunum í London 2012. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Guðjón Valur Sigurðsson er í fimmta sæti á lista yfir markahæstu handknattleikskarla sem tekið hafa þátt í Ólympíuleikum. Guðjón Valur skoraði 119 mörk fyrir íslenska landsliðið á þrennum leikum, 2004 í Aþenu, 2008 í Bejing og 2012 í London. Alls 20 leikir. Meðaltalið er nærri 6 mörk í leik.

Daninn Mikkel Hansen er markahæstur með 165 mörk í 29 leikjum, 5,7 mörk að jafnaði í leik. Hann getur bætt fleiri mörkum við áður en skórnir fara á hilluna að leikunum loknum.

Suður Kóreumaðurinn Kyung-shin Yoon er í öðru sæti með 127 mörk og Nikola Karabatic er þar á eftir. Hann hefur skorað 125 mörk og getur eins og Hansen bætt í safnið á næstu dögum.

Fimm markahæstur í handknattleik karla á ÓL:
(Meðaltal er innan sviga).
Mikkel Hansen (Danm.), 165 mörk – 29 leikir (5,7).
Kyung-shin Yoon (S-Kór.), 127 mörk – 30 leikir (4,2).
Nikola Karabatic (Frakkl.), 125 mörk – 38 leikir (3,3).
Talant Dujshebaev (Sp/Samv.), 123 mörk – 28 leikir (4,4).
Guðjón Valur Sigurðsson, 119 mörk – 20 leikir (5,96).

Fimm markahæstu þegar litið er til þeirra sem taka þátt í ÓL 2024:

Mikkel Hansen – 165 mörk – 29 leikir (5,7)
Nikola Karabatic – 125 mörk – 38 leikir (3,3).
Domagoj Duvnjak (Króatíu) – 78 mörk – 22 leikir (3,5).
Valentin Porte (Frakkl.) – 49 mörk – 16 leikir (3).
Mathias Gidsel (Danm.) – 46 mörk – 8 leikir (5,8).

Tíu markahæstu Íslendingar á Ólympíuleikum:
Guðjón Valur Sigurðsson 119.
Ólafur Stefánsson 96.
Snorri Steinn Guðjónsson 64.
Alexander Petersson 59.
Kristján Arason 52.
Róbert Gunnarsson 47.
Sigurður Gunnarsson 46.
Arnór Atlason 41.
Aron Pálmarsson 37.
Atli Hilmarsson 37.
- Alls hafa 55 Íslendingar skorað mörk á þeim sjö Ólympíuleikum sem íslenska karlalandsliðið hefur verið með á, 1972, 1984, 1988, 1992, 2004, 2008 og 2012.

Handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París hefst í fyrramálið með viðureign Spánverja og Slóvena í A-riðli.

Sjá einnig: ÓL24: handbolti karla, leikir, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -