- Auglýsing -
Ekkert verður af síðari vináttulandsleik Svía og Hollendinga í handknattleik karla sem fram átti að fara í Alingsås í Svíþjóð í dag. Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson er þjálfari hollenska landsliðsins sem verður með íslenska landsliðinu í riðli á Evrópumeistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn.
Covid smit hafa greinst innan sænska og hollenska hópsins eftir því sem TV2 í Danmörku greinir frá í morgun. Meðal smitaðra er Hampus Wanne, ein helst driffjöður sænska landsliðsins.
Hollenska handknattleikssambandið hefur staðfest að Ephrahim Jerry sé smitaður í hollenska hópnum. Jerry er leikmaður svissneska liðsins Kadetten Schaffhausen sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar.
Svíar unnu Hollendinga í vináttuleik í Alingsås á fimmtudagskvöld, 34:30.
Wanne er þriðji leikmaður sænska landsliðsins sem hefur greinst smitaður af covid síðan um áramótin.
Viðureign Íslands og Hollands á EM á að fara fram á sunnudaginn eftir viku í Búdapest.
- Auglýsing -