- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hákon Daði verður hjá Hagen næstu þrjú ár

Hákon Daði Styrmisson í leik með Eintrach Hagen. Ljósmynd/Eintracht Hagen
- Auglýsing -

Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sagði frá því í kvöld á Facebook að hann hafði skrifað undir þriggja ára samning við þýska handknattleiksliðið Eintracht Hagen á dögunum. Hann hefur leikið með liðinu síðan í lok september á samningi sem gildir út leiktíðina.

Hákon Daði sagði við handbolta.is í byrjun mars að ekki yrði framhald á veru hans með Hagen að leiktíðinni lokinni. Síðan hefur Eyjamaðurinn farið hamförum og skoraði m.a. 17 mörk í leik á dögunum.

Ljóst er að forráðamenn Eintacht Hagen hafa séð sig um hönd í kjölfar frábærrar frammistöðu Hákons Daða síðustu vikur. Á sama tíma hefur Hagen-liðið verið á hraðri siglingu og unnið 12 af síðustu 13 leikjum í næst efstu deild þýska handknattleiksins. Hagen er í fjórða sæti þegar sex umferðir eru eftir.

Hákon Daði er í 11. sæti á lista yfir markahæstu leikmenn 2. deildar með 133 mörk, 15 af þeim eru út vítaköstum. Skotnýting hans er 69%.

Í frétt á heimasíðu Eintract Hagen kemur fram að samningurinn hafi verið undirritaður á miðvikudaginn fyrir rúmri viku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -