Tveggja Turna Tal er hlaðvarpsþáttur þar sem Jón Páll Pálmason sest niður með þjálfurum, þverrt á íþróttagreinar og ræðir þjálfun frá hinum ýmsu vinklum. Þættina má nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Í nýjasta þætti Jóns Páls settist hann niður með Halldóri Jóhanni Sigfússyni þjálfara handknattleiksliðs HK og 21 árs landsliði okkar Íslendinga. Þeir ræddu feril Halldórs sem leikmaður, áhrif Alfreðs Gísla á hans líf og Halldór sagði sögur af Julian Duranona.
Ríkur hluti þáttarins fór í sögur af ferli Halldórs sem þjálfara, meðal annars segir hann frá því að hann hafi boðist til að hætta með FH-liðið á sínum tíma og hversvegna hann var óvinsæll í Kaplakrika hjá félaginu sem hann segist erfiðast að þjálfa á Íslandi.