„Það hefur lengi blundað í mér að stofna handboltaskóla fyrir unglinga sem vilja æfa oftar og betur. Nú loksins hef ég orðið að því eftir að hafa fengið grænt ljós frá Stjörnunni að fá að halda æfingarnar í Heklu-höllinni,“ segir Arnar Daði Arnarsson handknattleikþjálfari og þúsundþjalasmiður í tilkynningu til handbolti.is.
„Til að byrja með byrjum við að auglýsa sex vikna námskeið fyrir stelpur og stráka fædd árið 2009 og 2010 þar sem hvort kynið æfir eina morgunæfingu í viku undir handleiðslu reynslu mikilla þjálfara.
Í framhaldinu ætla ég að keyra af stað afreksæfingar sem fara fram um helgar fyrir sama aldur og einnig eldri leikmenn. Þar hafa iðkendur kost á að skrá sig á hverja æfingu fyrir sig og því engin langtíma skuldbinding. Þar verður einnig unnið með sendingar og skottækni sem og sóknar og varnaræfingar. Eftir að hafa átt samtöl við reynslu mikla þjálfara sem þjálfa erlendis þá er það nokkuð ljóst að við erum eftir á – í tækniæfingum og nú verður loksins tækifæri fyrir unga og efnilega iðkendur að bæta við sig tækniæfingum.
Ég er ótrúlega stoltur af gestaþjálfurum sem hafa boðað komu sína og það er sennilega einsdæmi í heiminum að sjálfur þjálfari karla landsliðsins sé klár í að taka þátt í svona verkefni.“
Kynning
Markmannsþjálfun Handboltaskóla Framtíðarinnar verður í höndum Keeper.is . Keeper.is hafa verið þátttakendur í markvarðateymi HSÍ síðan 2012 og tekið þar þátt í því að móta íslenska markvarðaskólann. Keeper.is hefur starfað við þjálfun og kennslu barna og unglinga í tugi ára. Þetta er því frábært tækifæri bæði fyrir útileikmenn sem og markmenn.
Markmið Handboltaskóla Framtíðarinnar er að gefa einstaklingum tækifæri til að æfa aukalega undir handleiðslu reynslu mikla þjálfara í litlum hópum. Unnið verður í því að bæta tæknilega getu leikmanna bæði varnar og sóknarlega. Auk þess verður sérhæfð markmannsþjálfun fyrir markmenn.
Takmarkaður fjöldi kemst að í hvern hóp til að tryggja gæði þjálfunar. Á æfingunum fá allir leikmenn verkefni við hæfi og við leggjum áherslu á að skapa jákvætt og hvetjandi andrúmsloft. Áhersla á æfingum verður að bæta leikskilning leikmanna með ákvörðunartökum og samvinnu. Auk þess verður farið í grunnatriði í sendingum og skotum auk þess sem mikil áhersla verður að bæta varnarkunnáttu hvers og eins.
Aðalþjálfarar eru Arnar Daði Arnarsson og Keeper.is (Jóhann Ingi Guðmundsson og Gísli Rúnar Guðmundsson).
Aðrir þjálfarar: Aðalsteinn Eyjólfsson, Maksim Akbachev, Óskar Bjarni Óskarsson og Snorri Steinn Guðjónsson auk annarra reynslu mikilla þjálfara.
Skráning fer fram: https://www.abler.io/shop/hf11