- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hansen er sagður ætla að láta gott heita eftir ÓL

Danski handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Danska stórstjarnan Mikkel Hansen leggur handboltaskóna á hillina í sumar að loknum Ólympíuleikunum sem fram fara í Frakklandi í lok júlí og framan af ágústmánuði. Frá þessu er m.a. greint á vef TV2 í Danmörku. Fréttin birtist í kjölfar þess að Hansen og Aalborg Håndbold, lið hans, boðuðu í dag til fréttmannafundar klukkan hálf ellefu í fyrramálið.

Hansen gekk til liðs við Aalborg Håndbold sumarið 2022 eftir að hafa verið í áratug hjá PSG í Frakklandi. Hann fékk blóðtappa í annað lunga eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné vorið 2022. Eftir heimsmeistaramótið í janúar á síðasta ári fór Hansen í frí frá handknattleik vegna álags og streitu.

Ljóst virðist að veikindin undanfarin nærri tvö ár hafa tekið sinn toll af Hansen. Hann hefur ekki þótt sýna sömu snilli á handboltavellinum í vetur auk þess að vera ekki í sama burðarhlutverki hjá landsliðinu á EM í janúar og áður.

Hansen er 36 ára gamall og hefur verið fremsti handknattleiksmaður heims um langt árabil og helsta andlit danska landsliðsins sem hefur orðið heimsmeistari á síðustu þremur heimsmeistaramótum. Einnig var hann sigurliði Dana á Ólympíuleikunum 2016 og á Evrópumótinu 2012.

Alls hefur Hansen unnið til níu verðlauna með danska landsliðinu. Hann á eftir að vinna Meistaradeild Evrópu með félagsliði. Hansen hefur m.a. þrisvar sinnum verið valinn handknattleiksmaður ársins af Alþjóða handknattleikssambandinu.

Hansen leikið 266 landsleiki og skoraði 1.350 mörk sem gerir hann að markahæsta landsliðskarli Danmerkur.

Sjá einnig: Hansen kom með einkavél til Álaborgar

Hansen hefur lokið leik með PSG

Hansen farinn í frí frá handbolta vegna kulnunar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -