- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hárréttur tími fyrir mig og landsliðið að láta gott heita

Þórir Hergeirsson gefur skipanir í úrslitaleik Ólympíuleikanna í síðasta mánuði. Hann á eitt mót eftir áður en hann kveður svið landsliðsins, EM 2024, undir árslok. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

„Öll ferðalög taka einhvern tímann enda. Þetta er búið að vera veltast í mér núna síðan í janúar í upphafi þessa árs,“ segir Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregi handknattleik kvenna og nýbakaðra Ólympíumeistari í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísir birtir í dag. Þórir greindi frá þeirri ákvörðun sinni á blaðamannafundi í Ósló í fyrradag að láta af störfum í árslok þegar samningur hans við norska handknattleikssambandið rennur út.


Þórir, sem er sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar á handknattleikssviðinu, hefur verið aðalþjálfari landsliðsins frá 2009 en var í átta ár á undan aðstoðarþálfari og hægri hönd Marit Breivik landsliðsþjálfara. Störf Þóris fyrir landsliðið ná aftur til 1994 þegar hann kom inn í hópinn við leikgreiningar og fleira um leið og Breivik tók við starfi landsliðsþjálfara.

Sjá einnig: Molakaffi: hver tekur við af Þóri? – fjögur nefnd til sögunnar

Gæti ekki annað en mistekist

„Þegar að ég fékk boð um að taka við liðinu þá spurðu mig allir af hverju ég væri að taka að mér þjálfun þessa liðs? Það gæti ekki annað en mistekist því liðið hafði verið svo sigursælt fyrir þann tíma,“ segir Þórir m.a. í samtalinu við íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis.

Fjögurra ára samningar

Þórir segir í samtalinu við íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis að yfirleitt hafi sá háttur verið hafður á í samningum hans við norska sambandið að samið hafi verið til fjögurra ára. Allt þar til nú hafi sér ekki reynst erfitt að halda óhikað áfram. Nú sé hinsvegar kominn tími til að hugsa aðeins um sjálfan sig, breyta til. Þórir varð sextugur í vor.

Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins veltir stöðunni fyrir sér af yfirvegun. Ljósmynd/EPA

Réttur tími fyrir mig og landsliðið

„Mig langar kannski að fara gera eitthvað annað. Áður en ég verð ellilífeyrisþegi. Mér fannst þetta því eiginlega rétt ákvörðun að taka á þessum tímapunkti. Bæði hvað mig varðar en líka hvað varðar norska landsliðið og þá þjálfara sem fá það verkefni að halda þessu áfram næstu árin,“ segir Þórir ennfremur í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis.

Sat við sinn keip

Forráðamenn norska handknattleikssambandsins voru ekki tilbúnir að sleppa hendinni af Þóri. Reyndu þeir að finna flöt á áframhaldandi samstarfi en Selfyssingurinn sat við sinn keip enda ekki gefinn fyrir að fara milliveginn.

Annað hvort eða

„Annað hvort fer maður í þetta af fullum krafti, er hundrað prósent í þessu, eða bara alls ekki,“ segir Þórir en hann er einn fjögurra þjálfara sem stýrt hafa landsliðinu á undangengnum fjórum áratugum.

Viðtal við íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis:Þórir ekki maður milli­vegarins: „Ég sem eyði­lagði partýið“

Þórir Hergeirsson varð sextugur 27. apríl á þessu ári. Undir hans stjórn frá 2009 hefur norska landsliðið unnið 10 sinnum til gullverðlauna á Ólympíuleikum, heims- og Evrópumótum, þrisvar sinnum silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. 
Á 19 stórmótum frá 2009 hefur norska landsliðið unnið 16 sinnum til verðlauna undir stjórn Þóris og aldrei hafnað neðar en í 5. sæti.
Þórir hefur stýrt norska landsliðinu á fimm Ólympíuleikum og komið heim með verðlaun í hvert skipti, þrenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun.
Áður en Þórir hóf störf hjá norska handknattleikssambandinu 2001 þjálfaði hann m.a. hjá Elverum, Gjerpen og Nærbø.
Þórir hefur búið í Noregi frá 1986. Hann er kvæntur Kirsten Gaard. Þau eiga tvær dætur og einn son.

Sjá einnig: Þórir lætur af störfum sem landsliðsþjálfari Noregs

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -