- Auglýsing -
- Auglýsing -

​​​​​Héldu að Fram væri eitt ríkasta félag Evrópu!

Tveir af hæstráðendum Steaua í fullum herskrúða þegar tekið var á móti leikmönnum Fram í Búkarest. Birkir Kristinsson, markvörður, er boðinn velkominn á svæðið. Fá Valsmenn eins góðar móttökur?
- Auglýsing -

Valsmenn leika fyrri Evrópuleik sinn við rúmenska liðið Steaua í Búkarest í 8-liða úrslitum í Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla á sunnudaginn. Liðin eru 35 ár síðan Fram lék við Steaua í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu. Þegar Fram lék gegn Steaua, héldu hæstráðendur þáverandi herliðs, en Steaua var rekið af rúmenska hernum, að Fram væri eitt af ríkustu liðum Evrópu.

Móttaka á 14. hæð

Forráðamenn Fram fóru með Steaua-menn í Laugardal, til að sýna þeim Laugardalsvöllinn, sem Evrópuleikurinn færi fram á. Um kvöldið var haldin móttaka fyrir forráðamenn Steaua á efstu hæð (fjórtándu hæð – penthús) á Húsi verslunarinnar við Miklubraut og Kringlumýrarbraut og var ekkert til sparað. Húsið var eitt stærsta hús landsins og er mikið útsýni frá efstu hæðinni. Þjónar hringsérust í kringum gestina.

Fram Sports Center?

Þegar leið á kvöldið og rökkva tók, gengu menn að gluggum og nutu útsýnisins. Þá benti Halldór B. Jónsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar Fram, yfir Miklubrautina og sagði að þarna í Safamýrinni væri æfingasvæði Fram og stóð þá æfing yfir undir flóðljósum. Rúmenarnir voru yfir sig hrifnir, búnir að sjá keppnisvöll Fram og æfingasvæði blasti við. Þeir töldu sig vera í aðalbækistöðvum Fram. „Hvað er um að vera í Fram Sports Center?,“ spurði þá einn Rúmeninn og benti á Kringluna verslunarmiðstöð, sem var uppljómuð og mikið af bílum á öllum þremur hæðum bílastæðahúss Kringlunnar.

Þeir töldu að Fram væri mjög ríkt félag, með góð landsvæði; Laugardalsvöllinn, Laugardalinn, æfingasvæði við Safamýri, „Kringluna SportsCenter!“ og fjórtán hæða skrifstofuhúsnæði. Framarar sáu enga ástæðu til að reyna að leiðrétta þennan misskilning; höfðu bara gaman af og hafa enn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -