- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heppinn að geta valið milli tveggja góðra kosta

Janus Daði Smárason leikmaður Magdeburg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Þetta er frábært félag með mikla hefð og sögu, frábæra stuðningsmenn er um leið annað af tveimur öflugustu liðum Ungverjalands. Helst hefur vantað upp á betri árangur í Meistaradeildinni á síðustu árum. Fyrst og fremst lít ég á þetta sem spennandi tækifæri sem mér bauðst,” sagði Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik um vistaskipti hans frá Magdeburg í Þýskalandi til Pick Szeged i Ungverjalandi næsta sumar. Fregnir af þeim bárust út á Þorláksmessu.

Samdi til eins árs í Magdeburg

Janus Daði flutti sig yfir til Evrópumeistara Magdeburg með skömmum fyrirvara í ágúst eftir að hafa, að eigin ósk, verið leystur undan samning við norska meistaraliðið Kolstad þegar að forsendur félagsins fyrir samningi við leikmenn breyttust.

„Ég samdi aðeins til eins árs við Magdeburg og það var áhugi hjá forráðamönnum félagsins að halda mér. Þar af leiðandi var það ekki auðvelt að fara annað eftir tímabilið, ekki síst eftir að gott gengi hjá mér á síðustu vikum.

Höfðaði til mín

Þegar öllu var á botninn hvolft þá fannst mér Pick Szeged höfða meira til mín. Mér finnst margt spennandi við liðið. Það leikur í Meistaradeildinni sem styrkir vonandi stöðu mína gagnvart landsliðinu. Einnig er nýtt þjálfarateymi að koma til Szeged í sumar sem er áhugavert að vinna með.

Janus Daði í landsleik í Laugardalshöll í nóvember. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Möguleiki að þróast áfram

Ég stóð einfaldlega í þeim sporum að vera svo heppinnn að eiga um tvo góða kosti að velja, vera áfram hjá Magdeburg eða færa mig um set til Szeged í Ungverjalandi. Eftir umhugsun þá langaði mig að prófa Ungverjaland. Ég tel mig kannski eiga meiri möguleika til að þróa mig áfram sem leikmaður meðal annars vegna þess að leikjaálagið er ekki eins mikið og í Þýskalandi,” sagði Janus Daði sem verður 29 ára gamall á nýársdag.

Janus Daði verður 29 ára gamall á nýársdag. Hann er í landsliðshópnum fyrir EM í næsta mánuði. 
2011–2012 - Selfoss. 
2013 - Aarhus Håndbold. 
2014–2017 - Haukar. 
2017–2020 - Aalborg Håndbold. 
2020–2022 - Frisch Auf Göppingen. 
2022–2023 - Kolstad Håndball. 
2023–2024 - SC Magdeburg. 
2024– SC Pick Szeged. 
Janus Daði hefur leikið 72 landsleiki og skoraði í þeim 114 mörk.

Gengið vel síðustu tvo mánuði

Janus Daði segir að undanfarna tvo mánuði hafi honum gengið afar vel með Magdeburg. Tækifærum með liðinu hafi fjölgað og leiktíminn og ábyrgðin meiri.

„Mér líður vel í umhverfi þar sem ég ber mikla ábyrgð. Þess vegna fór ég til Magdeburg. Ég taldi mig hafa ýmislegt fram að færa. Undanfarna tvo mánuði tel ég mig hafa sýnt það og sannað,” sagði Selfyssingurinn Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik. Hann verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu sem hefst í Þýskalandi 10. janúar.

EM í handknattleik karla hefst 10. janúar í Düsseldorf í Þýskalandi og stendur til 28. janúar. 
Leikir Íslands í C-riðli EM í München:
12.jan.: Ísland – Serbía, kl. 17.
14.jan.: Ísland – Svartfj. land, kl. 17.
16.jan.: Ísland – Ungv.land, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -