Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik hefst á Spáni miðvikudaginn 1. desember og stendur til 19. sama mánaðar. Leikið verður í upphafi í átta fjögurra liða riðlum. Fram að mótinu fer handbolti.is yfir hvern riðil keppninnar. Í gær var það A-riðill en í dag er B-riðill á dagskrá.
B-riðill
Þátttökuþjóðir: Kamerún, Pólland, Rússland, Serbía
Þessi riðill endurspeglar A-riðillinn að því leyti til að í honum eru einnig þrjár Evrópuþjóðir og ein Afríkuþjóð. Evrópuþjóðirnar þrjár eru Rússland, Serbía og Pólland. Evrópuliðin hafa hingað til haft mikla yfirburði gegn Kamerún sem er að taka þátt í HM í þriðja sinn. Fyrst var landslið Kamerúna með á HM 2005 og hafnaði í 22. sæti. Tólf árum síðar var Kamerún aftur þátttakandi á HM og varð í 20. sæti af 24 þátttökuliðum
Landslið Kamerún er reynslulítið í leikjum við evrópsk handknattleikslandslið. Liðið hafnað í öðru sæti í Afríkukeppninni árið 2021 sem er besti árangur í 17 ár.
Rússar eru líklega það lið sem flestra augu beinast að í þessum riðli. Komin eru allmörg ár síðan að gullkynslóðin vann þrenn gullverðlaun í röð á árunum 2005 til 2009. Tíð þjálfaraskipti hafa verið hjá Rússum undanfarin ár. Lyudmila Bodnieva, sem tók við í haust, er þriðji þjálfarinn á þremur árum og í raun sá þriðji á einu ári. Ambors Martín var sagt upp á EM fyrir ári og eftirmaður hans tók hatt sinn og staf eftir Ólympíuleikana í sumar.
Til viðbótar hættu tveir sterkir leikmenn, Daria Dmitrieva og Anna Vyakhireva, eftir Ólympíuleikanna.
Ef einhver var að velta vöngum yfir því hvort að verkefni Rússa væri eitt og sér erfitt í þeirri uppstokkun sem hefur átt sér stað þá sjá Rússar fram á leik við Pólverja. Pólverjar hafa lengi reynst Rússum erfiðir á handboltavellinum. Pólska landsliðið hefur unnið fjórar af síðustu viðureignum þjóðanna í handknattleik kvenna. Einn af þessara sigrum var í 8-liða úrslitum á HM í Danmörku 2015 þegar pólska landsliðið hafnaði í fjórða sæti.
Pólska landsliðið er í uppbyggingarfasa um þessar mundir og öðlaðist keppnisrétt á HM með sérstöku boði frá IHF, svokölluðu “wildcard.”
Serbar hafa hins vegar aðeins einu sinni mætt Rússum á stórmóti. Síðan eru liðin þrjú ár. Rússa unnu 25-20. Serbar eru með betri árangur gegn Póllandi. Þeir hafa unnið þrjár viðureignir, þar á meðal mikilvægan sigur, 24-18, í undanúrslitum í Serbíu 2014.
Serbar eru einnig að byggja upp nýtt lið eftir vonbrigðin á EM í fyrra og í umspilinu um Ólympíusæti í vor. Uros Bregar tók við starfi landsliðsþjálfara í vor og er með lítt reynt lið leikmanna á öllum aldri í höndunum. Andrea Lekic, Dragana Cvijic, Katarina Krpez-Slezak eru á meðal sterkra leikmanna sem hafa sagt skilið við landsliðið. Skemmst er að minnast þess að serbneska landsliðið tapað fyrir íslenska landsliðinu í undankepnni EM, 23:21, á Ásvöllum 10. október.
Tengill á fyrri greinar:
A-riðill.