- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hörður vann síðasta leikinn og mætir Þór

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hörður á Ísafirði vann síðasta leikinn sem fram fór í Grill 66-deild karla á keppninstímabilinu í kvöld. Harðarmenn lögðu ungmennalið HK, 37:31, á Torfnesi eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.

Hörður hafnaði í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig, tveimur á eftir ÍR sem fer rakleitt upp í Olísdeildina eins og kom fram á handbolti.is í kvöld. Fjölnir hafnaði á milli ÍR og Harðar með 25 stig. Þór varð þar á eftir.

Fram U varð deildarmeistari í Grill 66-deild karla.

Hörður og Þór mætast í fyrstu umferð umspils Olísdeildar 9. apríl. Sigurliðið úr þeirri rimmu mætir Fjölnismönnum í úrslitaeinvígi um sæti í Olísdeild á næstu leiktíð.

Lokastaðan í Grill 66-deildum.

Mörk Harðar: Jose Esteves Neto 9, Endijs Kusners 8, Guilherme Carmignoli Andrade 7, Otto Karl Kont 3, Sudario Eidur Carneiro 2, Axel Sveinsson 2, Jhonatan C. Santos 2, Kenya Kasahara 2, Tugberk Catkin 1, Óli Björn Vilhjálmsson 1.
Varin skot: Jonas Maier 10, Stefán Freyr Jónsson 3, Albert Marzelíus Hákonarson 3.
Mörk HK U.: Ágúst Guðmundsson 7, Marteinn Sverrir Bjarnason 5, Ísak Óli Eggertsson 4, Styrmir Máni Arnarsson 4, Benedikt Þorsteinsson 3, Jón Karl Einarsson 3, Haukur Ingi Hauksson 3, Egill Már Hjartarson 2.
Varin skot: Sigurður Jökull Ægisson 6, Patrekur Guðni Þorbergsson 4.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -