- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ída Bjarklind semur við Selfoss til þriggja ára

Ída Bjarklind Magnúsdóttir er komin heim á Selfoss á nýjan leik. Ljósmynd/UMF Selfoss
- Auglýsing -


Ída Bjarklind Magnúsdóttir hefur ákveðið að snúa til baka í uppeldisfélag sitt, Selfoss, eftir nokkurra ára veru hjá Stjörnunni og nú síðast með Víkingi. Hún hefur skrifað þriggja ára samning við Handknattleiksdeild Ungmennfélagsins Selfoss og mætir galvösk til leiks með liði félagsins í Olísdeildinni í september.


Ída Bjarklind er skytta sem leikið getur bæði hægra og vinstra megin í sókninni. Eins er hún öflug í vörninni. Ída er uppalin á Selfossi og þar hóf hún sinn meistaraflokks feril. Hún hleypti heimdraganum og gekk til liðs við Stjörnuna en fór þaðan til Víkings. Ída lék upp í gegnum öll yngri landslið og síðustu ár hefur hún verið á meðal markahæstu leikmanna Grill 66 deildarinnar og varð m.a. markadrottning deildarinnar leiktíðina 2023/2024.

„Við fögnum því að fá Ídu aftur heim og erum spennt að fá að sjá hana taka næstu skref í Olísdeildinni á Selfossi,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Selfoss.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -