U17 ára landslið Íslands í handknattleik kvenna hafnaði í A-riðli Evrópumótsins sem haldið verður í Podgorica í Svartfjallalandi 3. til 13. ágúst í sumar. Dregið var í riðla í morgun.
Ísland var í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið var og verður í riðli með Þýskalandi úr fyrsta styrkleikaflokki og Tékklandi úr þeim þriðja. Gestgjafar mótsins. Svartfellingar völdu A-riðil og verða þar með fjórða liðið í riðlinum.
Riðlaskipting er sem hér segir:
A-riðill: | B-riðill: | C-riðill: | D-riðill: |
Þýskaland | Króatía | Danmörk | Ungverjaland |
Svartfjallaland | Sviss | Noregur | Rúmenía |
Tékkland | Svíþjóð | Portúgal | Frakkland |
Ísland | Serbía | Holland | N-Makedónía |
Undirbúngingur fyrir mótið er að hefjast hjá íslenska landsliðinu en það sækir Tékka heim í tveimur vináttuleikjum í Prag á föstudag og laugardag. Liðin ættu þar með að þekkjast vel þegar á hólminn verður komið í ágúst.
Á dögunum var U17 ára landsliðshópur valinn vegna æfinga og leikjanna við Tékka.