- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jón Hjaltalín tók við minjagrip um þátttökuna á ÓL 1972

Jón Hjaltalín Magnússon t.v. ásamt Andra Stefánssyni framkvæmdastjóra ÍSÍ. Mynd/Guðmundur Jakobsson
- Auglýsing -

Jón Hjaltalín Magnússon fyrrverandi formaður Handknattleikssambands Íslands og landsliðsmaður tók við gjöf í afmælishófi Samtaka íslenskra ólympíufara sem fram fór 1. desember sl. Gjöfin var minjagripur frá Ólympíuleikunum í München 1972 þegar fyrst var keppt í innanhúss handknattleik karla á sumarólympíuleikum. Íslenska landsliðið var á meðal 16 þátttökuliða og Jón Hjaltalín einn landsliðsmanna.


Jón Hjaltalín varð síðar formaður HSÍ frá 1984 til 1992. Hann er nú formaður Samtaka íslenskra Ólympíufara.


Öllum Ólympíuförum; keppendum, þjálfurum og fararstjórum, var boðið til afmælishófs í síðustu viku í tilefni af þátttöku í sumar- og vetrarólympíuleikum árin 1952, 1972, 1992, 2002 og 2012.


Um fimmtíu manns mættu á hófið. Sýndar voru svipmyndir frá gömlum leikum og fluttu nokkrir Ólympíufarar stutt ávörp og deildu sögum með persónulegum myndum, segir í tilkynningu á vef ÍSÍ.


Sigmundur Ó. Steinarsson skrifaði í sumar þrjár greinar fyrir handbolta.is um undirbúning og þátttöku íslenska karlalandsliðsins í handknattleik á Ólympíuleikunum í München í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá leikunum.


Hlekki á greinarnar er að finna hér fyrir neðan:

ÓL Í 50 ÁR: ​​​​​„Létum Tékka hafa okkur út í tóma vitleysu!

ÓL Í 50 ÁR: Hjalti gaf sjóvettlinga og Geir með handleggi á „kúluliðum“!​​​​​

ÓL Í 50 ÁR:​​​​​ Benedikt flutti gleðifréttir frá Madrid

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -