- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kemur úr fæðingarorlofi og tekur timabundið við þjálfun Þórs

Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Halldór Örn Tryggvason tekur við þjálfun karlaliðs Þór Akureyri í handknattleik karla eftir að Stevce Alusovski var sagt upp störfum í morgun í framhaldi af slöku gengi Þórsara í Grill 66-deildinni. Frá komu Halldórs Arnar er sagt á heimasíðu Þórs.

Uppfært: Handbolta.is bárust skilaboð í kvöld þar sem segir að Halldór Örn hlaupi aðeins undir bagga við æfingar næstu daga og í næsta leik við Fram U á föstudag þar til varanlegri lausn verði fundin á þjálfaramálum Þórs.


Halldór Örn var samstarfsmaður Alusovski á síðasta keppnistímabili eftir að hafa stýrt Þórsliðinu í Olísdeildinni leiktíðina 2020/2021. Halldór hefur verið í fæðingarorlofi, en tekur nú við stjórn liðsins. Næsti leikur Þórsara er á útivelli gegn ungmennaliði Fram á föstudaginn.


Ekki kemur fram í tilkynningu Þórs hvort Þorvaldur Sigurðsson sem fyrir um mánuði kom inn í þjálfarateymi Þórs haldi sínu striki eða hverfi á braut.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -