- Auglýsing -
- Tryggvi Þórisson skoraði fjögur mörk fyrir Elverum í stórsigri liðsins á Sandefjord, 43:15, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Elverum hafði mikla yfirburði í leiknum og var 16 mörkum yfir í hálfleik, 23:8. Elverum er efst í norsku úrvalsdeildinni með 15 stig eftir níu leiki. Kolstad er stigi á eftir og á tvo leiki inni á Elverum.
- Phil Döhler fyrrverandi markvörður FH varði þrjú skot í marki Sandefjord, 13%. Sandefjord er í 10. sæti af 14 liðum með fimm stig.
- Dagur Gautason skoraði sex mörk í fimm marka tapi ØIF Arendal, 35:30, fyrir Nærbø á heimavelli í dag í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Arendal er í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir átta viðureignir.
- Dagur Sverrir Kristjánsson og liðsfélagar í Vinslövs HK töpuðu sjötta leik sínum í dag í næst efstu deild sænska handknattleiksins. Að þessu sinni tapaði Vinslövs HK fyrir IFK Tumba HK, 31:30, á heimavelli. Dagur Sverrir skoraði ekki mark í leiknum. Vinslövs HK rekur lestina í deildinni án stiga.
- Lærisveinar Elíasar Más Halldórssonar í Ryger Stavanger steinlágu í dag þegar þegar þeir mættu Grenland Topphåndballklubb í næstu efstu deild norska handknattleiksins, 32:19, á heimavelli Grenland. Þetta var fyrsti sigur Grenlands-liðsins í fyrstu sex umferðum deildarinnar. Ryger hefur fjögur stig.
- Tumi Steinn Rúnarsson skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar þegar Alpla Hard steinlá fyrir Vöslau, 35:24, á útivelli í austurrísku 1. deildinni í handknattleik í dag. Tryggvi Garðar Jónsson skoraði ekki mark fyrir Hard. Hannes Jón Jónsson er þjálfari liðsins sem er í áttunda sæti af 12 liðum með sjö stigum eftir sjö leiki.
- Ekkert lát er á sigurgöngu Grétars Ara Guðjónssonar og liðsfélaga í AEK Aþenu í grísku 1. deildinni í handknattleik. Í dag vann AEK lið Drama, 43:33. AEK og Olympiakos er jöfn að stigum í efstu sætum, 14 stig eftir sjö leiki.
- Viktor Petersen Norberg skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu í eins marks sigri Elbflorenz á Eulen Ludwigshafen í þýsku 2. deildinni í handknattleik í dag. Elbflorenz er í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig eftir níu umferðir. Liðið er stigi á eftir Hákoni Daða Styrmissyni og liðsfélögum í Eintracht Hagen sem sitja í efsta sæti.
- Stöðuna í mörgum deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Auglýsing -





