Marta Wawrzynkowska og Elmar Erlingsson voru fremst jafningja hjá meistaraflokksliðum ÍBV á síðasta keppnistímabili, að mati félagsmanna, þegar lokahóf handknattleiksdeildar fór fram á dögunum þar sem leikmenn, þjálfarar og fleiri sem tengjast starfi deildarinnar komu saman og áttu saman glaða stund.
Fleiri leikmenn fengu viðurkenningar á samkomunni sem markaði lok keppnistímabil handknattleiksfólks í Vestmannaeyjum.
3. flokkur kvenna:
Besti leikmaður – Birna María Unnarsdóttir.
ÍBV-ari og mestu framfarir – Birna Dís Sigurðardóttir.
3. flokkur karla:
Besti leikmaður – Andri Erlingsson.
Efnilegasti leikmaður – Elís Þór Aðalsteinsson.
Mestu framfarir – Benóný Þór Benónýsson.
Meistaraflokkur kvenna:
Besti leikmaður – Marta Wawrzynkowska.
Efnilegasti leikmaður/Fréttabikarinn – Birna María Unnarsdóttir.
Mestu framfarir – Dagbjört Ýr Ólafsdóttir.
ÍBV-ari – Ásdís Guðmundsdóttir.
Meistaraflokkur karla:
Besti leikmaður – Elmar Erlingsson.
Efnilegasti leikmaður/Fréttabikarinn – Hinrik Hugi Hreiðarsson.
Mestu framfarir – Daniel Esteves Vieira.
ÍBV-ari – Andrés Marel Sigurðsson.
Upplýsingar úr frétt Eyjafrétta. Nokkur nöfn voru leiðrétt.
Sjá einnig:
Lokahóf: Katla og Einar best á Selfossi – Kristín og Jón félagar ársins
Lokahóf: Matea og Einar Rafn best – Skarphéðinn og Bergrós efnilegust
Lokahóf: ÍR-ingar settu punkt aftan við tímabilið