- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Loksins vann Buducnost – ungversku meistararnir töpuðu

Staða leikmanna Györ og Sävehof er afar ólík í Meistaradeildinni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Áttunda umferðin í Meistaradeild kvenna fór fram um helgina þar sem að nokkuð var um óvænt úrslit en einnig voru nokkur úrslit eftir bókinni góðu. Nú verður gert hlé í Meistaradeild kvenna fram á nýtt ár vegna heimsmeistaramótsins sem fram fer á Spáni í desember.


Í A-riðli tók CSM á móti ungverska liðinu FTC. Fyrir þessa umferð hafði rúmenska liðið tapað tveimur leikjum í röð en heimakonur gerðu sér lítið fyrir og unnu 27-21. Þar með var fyrsta tap FTC á þessari leiktíð staðreynd.
Rostov-Don fór nokkuð illa með Podravka á heimavelli sínum, 34-23, en þetta var fjórði sigurleikur rússneska liðsins í síðustu fimm viðureignum.


Leikmenn Buducnost komu heldur betur á óvart eftir sjö tapleiki í röð í keppninni og lögðu Brest að velli 30-28. Esbjerg og Dortmund áttust við í lokaleik A-riðils þar sem að danska liðið vann auðveldlega, 34-24, og hefur unnið sex leiki og eru á toppi riðilsins með 13 stig.

Krim vann CSKA, 24-21, á heimavelli í B-riðli og endaði þar með taphrinu sína á heimavelli. Líkt og um síðustu helgi fóru leikmenn Györ nokkuð illa með nýliðanna frá Tyrklandi og unnu með sextán marka mun, 38-22. Líkt og um síðustu helgi var það Vipers sem hafði betur í Norðurlandaslagnum gegn Odense. Metz náði að halda öðru sætinu í B-riðli með því að vinna Sävehof á heimavelli, 35-21.

Úrslit helgarinnar

A-riðill:

CSM 27-21 FTC ( 16-11).
⦁ Í þessum 100. leik liðsins í Meistaradeild kvenna náði CSM góðum endaspretti, 7-2 í fyrri hálfleik og var fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11.
⦁ Sóknarleikur FTC gekk ekki sem skildi í þessum leik og liðið hefur ekki skorað færri mörk í leik í keppninni í vetur. Leikmenn náðu aðeins að nýta 42% af skotum sínum.
⦁ Í þriðja skiptið á þessari leiktíð skoraði Cristina Neeagu níu mörk. Hún er í öðru sætið yfir markahæstu leikmenn með 56 mörk.
⦁ Markvarðarpar CSM náði að hrella sóknarmenn FTC í þessum leik. Marie Davidsen var með 30% markvörslu og Jelena Brubisic með 57%.
⦁ Þetta er fyrsti tapleikur FTC á þessari leiktíð en liðið hafði spilað átta leiki án taps sem var jöfnun á félagsmeti í Meistaradeild Evrópu.

Rostov-Don 34-23 Podravka (18-12).
⦁ Króatíska liðið skoraði ekki mark fyrstu fimm mínútur leiksins. Rostov var komið í fjögurra marka forystu, 9:5, þegar að hálfleikurinn var hálfnaður.
⦁ Podravka var án fimm lykilleikmanna vegna meiðsla. Þar á meðal var Dejana Milosavljevic sem hefur skorað 33 mörk í vetur.
⦁ Bianca Bazaliu var markahæst í liði Podravka með sex mörk.
⦁ Grace Zaadi leikmaður Rostov átti sinn besta leik síðan í apríl 2021. Hún skoraði átta mörk. Jaroslava Frolova átti einnig skínandi leik að þessu sinni og skoraði sjö mörk fyrir rússneska liðið.
⦁ Króatíska liðið tapaði sínum sjöunda leik í röð en það er þó ekki versta taphrina liðsins í Meistaradeildinni. Podravka tapaði fjórtán leikjum í röð frá október 2020 fram í febrúar 2021.

Buducnost 30-28 Brest (13-16).
⦁ Franska liðið virtist staðráðið í því í upphafi leiks að bæta þriðja sigurleiknum í röð í safnið. Liðið skoraði þrjú fyrstu mörkin.
⦁ Buducnost sneri blaðinu við í seinni hálfleik og náði að tryggja sér fyrsta sigurinn á þessari leiktíð.
⦁ Matea Pletikosic leikmaður Buducnost var besti leikmaður vallarins. Hún skoraði 12 mörk.
⦁ Þetta var 150. sigurleikur Buducnost í Meistaradeildinni. Aðeins ungverska liðinu Györ hefur tekist að vinna svo marga leiki.
⦁ Þetta var fjórði tapleikur af fimm útileikjum hjá Berst sem er nú í fimmta sæti riðilsins með jafn mörg stig og CSM.

Esbjerg 34-24 Dortmund (18-13).
⦁ Leikurinn var jafn fyrstu átta mínúturnar en þá kom 4-0 kafli hjá danska liðinu sem komst í 9-6.
⦁ Marit Jacobsen, sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla, er óðum að komast í sitt gamla form. Jacobsen skoraði sjö mörk í leiknum.
⦁ 34 mörk frá danska liðinu í þessum leik er þriðji besti árangur liðsins. Liðið skoraði mest 37 mörk gegn Bietigheim í febrúar 2021.
⦁ Sóknarleikur Dortmund gekk ekki sem skildi að þessu sinni en liðið var aðeins með 42% sóknarnýtingu. Þá skoraði Alina Grijseels, markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar, aðeins tvö mörk í þessum leik fyrir Dortmund.
⦁ Esbjerg er nú taplaust í sex leikjum og hefur unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli. Esbjerg jafnaði besta árangur sinn í Meistaradeildinni til þessa.

B-riðill:

Krim 24-21 CSKA (11-10).
⦁ Anna Sedoykina markvörður CSKA varði sex skot á fyrstu 15 mínútum leiksins og lagði sitt lóð á vogarskálarnar til að liðið næði 5-3, forystu .
⦁ Krim náði að styrkja varnarleik sinn þegar leið á fyrri hálfleikinn og hafði eins marks forystu í hálfleik. Seinni hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu en góður 7-1 kafli hjá heimakonum undir miðjan seinni hálfleik kom þeim í 22-16 og lagði grunn að sigrinum.
⦁ Katarina Krpez Slezak var markahæst í liði Krim með sjö mörk. Hún skoraði fimm mörk í seinni hálfleik.
⦁ Ana Gros var markahæst hjá CSKA með sjö mörk. Hún lék með Krim tímabilið 2009/10.
⦁ Krim er nú komið í sjötta sæti riðilsins með fimm stig á meðan CSKA er enn í þriðja sætinu með níu stig.

Kastamonu 22-38 Györ (9-19).
⦁ Staðan var 19-9 í hálfleik eins og í fyrri hálfleik hjá liðunum um síðustu helgi þegar þau áttust við í fyrra sinnið.
⦁ Um algjöra einstefnu var að ræða af hálfu ungverska liðsins í seinni hálfleik sem vann sinn áttunda leik í röð.
⦁ Tíu leikmenn Györ skoruðu í leiknum. Crina Pintea var þeirra markahæst með sex mörk.
⦁ Laura Glauser markvörður Györ átti góðan leik. Hún varði 14 skot, um 40% markvörslu.
⦁ Jovanka Radicevic og Sara Kovarova voru markahæstar í liði Kastamonu með fjögur mörk hvor.

Vipers 31-27 Odense (17-16).
⦁ Á sjöttu mínútu leiksins skoraði Mia Rej eitt þúsundasta mark Odense í Meistaradeildinni.
⦁ Vipers var með fjögurra marka forystu, 12-8 um miðjan fyrri hálfleik. Odense-liðinu tókst að komast aftur inn í leikinn og jafna metin. Nora Mørk náði þó að koma Vipers yfir, 17-16, rétt áður en flautað var til hálfleiks.
⦁ Frá 44. til 56.mínútu skoraði Vipers sjö af níu mörkum leiksins og náði sex marka forskoti, 30-24.
⦁ Odense tapaði sínum fyrstu stigum á útivelli eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð.
⦁ Vipers er nú komið í annað sætið í riðlinum með tíu stig en Odense er í því fimmta með átta stig.

Metz 35-21 Sävehof (19-15).
⦁ Heimakonur voru með 86% skotnýtingu í fyrri hálfleik sem hjálpaði liðinu að hafa fjögurra marka forystu í hálfleik, 19-15.
⦁ Yfirburðir franska liðsins voru síst minni í seinni hálfleik en það náði mest tíu marka forystu 31-21 þegar fimm mínútur voru til leiksloka.
⦁ Meline Nocandy og Tamara Horacek voru atkvæðamestar hjá Metz með sex mörk hvor en hjá Sävehof var það Thea Blomst markahæst með sjö mörk.
⦁ Sænska liðið er enn án stiga í útileikjum sínum. Það er í sjöunda sæti riðilsins með fjögur mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -