- Auglýsing -
- Auglýsing -

Margt er skrýtið í kýrhausnum

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -
 • UPPFÆRT: Vísir greinir frá því í kvöld að ákveðið hafi verið að heimila áhorfendum aðgang á íþróttakappleiki þegar flautað verður til leiks. Það breyting frá þeim tillögum sóttvarnalæknis sem kynntar voru upp úr hádeginu í dag.
  Þannig fór um sjóferð þá – pistillinn stendur enda skrifaður og birtur áður en yfirvöld gerðu bragarbót á reglugerð sinni.


 • Heilbrigðisráðherra greindi í dag frá margvíslegum tilslökunum á sóttvarnarreglum þeim sem gilt hafa frá 25. mars. M.a. mega æfingar og keppni í íþróttum hefjast á ný á fimmtudaginn. Heimilt verður að fara í sund, í líkamsrækt, á tónleika, í leikhlús og fleira. Vissulega með takmörkunum.
 • Sem betur fer mega tónlistarmenn leika og syngja á ný fyrir áhorfendur í sal. Reyndar með takmörkuðum fjölda áhorfenda og í hólfaskiptingum. Þeim gefst þó kostur á að skemmta fleirum en sjálfum sér og njóta næveru áhorfenda.
 • Gleðiefni er að áhorfendur mega á ný koma í leikhús og fylgjast með því sem þar er á fjölunum. Reyndar verður fjöldi takmarkaður á hverri sýningu, 100 í hverju hólfi. Leikarar mega skemmta fleirum en sjálfum sér hverju sinni og skynja viðbrögð áhorfenda.
 • Á ný getum við verið saman í bíósal fleiri en 10 saman, ef ég skil minnisblað sóttvarnalæknis rétt.
 • Tugir mega koma saman, allt að 20 í hverju hólfi, á krár og veitingastaði og t.d. horfa á kappleiki sem þar eru e.t.v. sýndir. Gildir einu hvort kappleikurinn er innlendur eða erlendur.
 • Eftir sem áður mega hundruðir ef ekki þúsundir vera í hnapp og fylgjast með eldgosi, sjá hraunið renna og storkna og jafnvel anda að sér eiturgufum (þótt að sjálfsögðu sé ekki með því mælt).
 • Sennilega getur tónlistarmaður slegið upp tónleikum í íþróttasal eða á íþróttavelli, laðað að áhorfendur og haft tiltekinn fjölda í hólfi og fylgt öðrum sóttvarnarreglum sem gerðar eru til tónleika, svo dæmi sé tekið.
 • Áhorfendur mega ekki koma á íþróttakappleiki eða mót hér innanlands, hvort heldur innandyra eða utan. Semsagt, öll hólf auð. Ástæðan er smithætta.
 • Margt er skrýtið í kýrhausnum, segir Ólafur í Ystadal með spekingssvip í Sjálfstæðu fólki. Ég tek undir orð Ólafs, set einnig upp spekingssvip þótt hann falli e.t.v. ekki vel að kýrhausnum.

  Ívar Benediktsson, ivar@handbolti.is.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -