„Ég setti mér það markmið fyrir tímabilið að verða markahæst. Það er geggjað að hafa náð því þótt markmið okkar í HK-liðinu hafi því miður ekki gengið eftir,“ segir Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, markadrottning Olísdeildar kvenna leiktíðina 2021/2022. Jóhanna Margrét skoraði 127 mörk í 21 leik, sjö mörkum meira en Sylvía Björt Blöndal hjá Aftureldingu. Listi yfir markahæstu leikmenn er birtur neðst í þessari frétt.
„Ég er mjög ánægð að hafa náð að koma sterk til baka eftir að hafa verið frá keppni nærri því allt tímabilið í fyrra vegna krossbandaslits,“ segir Jóhanna Margrét ennfremur. Hún stendur á tvítugu.
Eftir að hafa mætt aftur út á völlinn fyrir um ári eftir krossbandaslitið hefur Jóhanna Margrét haft nóg að gera við að halda áfram að styrkja sig auk þess sem hún stóð í ströngu í fyrrasumar með U19 ára landsliðinu í B-hluta Evrópumótsins. Eftir það tók við undirbúningur fyrir Íslandsmótið og loks langt og strangt tímabil með HK í Olísdeildinni og í Coca Cola-bikarnum. Þess utan hefur Jóhanna Margrét verið í A-landsliðshópnum í kringum síðustu leiki.
Stefni á að ná langt
„Ég stefni bara eins langt og hægt er í handboltanum,“ segir Jóhanna Margrét sem samdi á dögunum við sænska úrvalsdeildarliðið Önnereds í Gautaborg. Hún segist viss um að þar með sé hún að stíga hárrétt skref á góðum tíma á sínum ferli.
„Ég er mjög sátt. Aðstaðan mjög góð hjá Önnereds og allir afar vinalegir,“ segir Jóhanna sem á í vændum að taka við stóru hlutverki hjá félaginu. „Ég bý mig undir að fyrstu skrefin geta orðið erfið en ég er bjartsýn á að þegar fram líða stundir og ég kemst betur inn í hlutverkið léttist róðurinn,“ segir Jóhanna Margrét.
Lífið snýst um handbolta
„Lífið heftur lengi snúist mjög mikið um handboltann enda hef ég líka mjög gaman af því. Ég mjög spennt fyrir þessu. Það er gott að vera hjá mömmu og pabba en maður hefur líka gott af því að standa aðeins á eigin fótum og vinna út frá þeirri reynslu,“ segir þessa metnaðarfulla og dugmikla handknatteikskona, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, markahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna.
Hér fyrir neðan er listi yfir þær sem skoruðu 60 mörk eða fleiri í Olísdeild kvenna á keppnistímabilinu. Upplýsingarnar eru unnar upp úr gagnagrunni HSÍ.
Nafn: | Félag | Mörk | L.fj. |
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir | HK | 127 | 21 |
Sylvía Björt Blöndal | Aftureldingu | 120 | 21 |
Thea Imani Sturludóttir | Val | 112 | 20 |
Sara Odden | Haukum | 108 | 19 |
Eva Björk Davíðsdóttir | Stjörnunni | 107 | 20 |
Hapa Valey Gylfadóttir | ÍBV | 107 | 21 |
Ásta Björt Júlíusdóttir | Haukum | 103 | 20 |
Rakel Sara Elvarsdóttir | KA/Þór | 100 | 21 |
Sunna Jónsdóttir | ÍBV | 99 | 21 |
Rut Arnfjörð Jónsdóttir | KA/Þór | 98 | 18 |
Katrín Helga Davíðsdóttir | Aftureldingu | 96 | 21 |
Martha Hermannsdóttir | KA/Þór | 96 | 20 |
Aldís Ásta Heimisdóttir | KA/Þór | 94 | 21 |
Helena Rut Örvarsdóttir | Stjörnunni | 94 | 21 |
Karen Knútsdóttir | Fram | 88 | 20 |
Marija Jovanovic | ÍBV | 86 | 20 |
Þórey Rósa Stefánsdóttir | Fram | 85 | 20 |
Mariam Eradze | Val | 84 | 21 |
Elín Klara Þorkelsdóttir | Haukum | 82 | 21 |
Lovísa Thompson | Val | 82 | 13 |
Ragnheiður Júlíusdóttir | Fram | 81 | 13 |
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir | HK | 78 | 21 |
Emma Olsson | Fram | 72 | 20 |
Elísabet Gunnarsdóttir | Stjörnunni | 70 | 20 |
Unnur Ómarsdóttir | KA/Þór | 70 | 21 |
Berta Rut Harðardóttir | Haukum | 68 | 20 |
Lena Margrét Valdimarsdóttir | Stjörnunni | 68 | 20 |
Elna Ólöf Guðjónsdóttir | HK | 63 | 20 |
Elísa Elíasdóttir | ÍBV | 62 | 19 |
Hildur Þorgeirsdóttir | Fram | 62 | 21 |
Linda Cardell | ÍBV | 62 | 21 |
Birta Lind Jóhannsdóttir | Haukum | 60 | 21 |