Guðjón Valur Sigurðsson, annar af tveimur bestu handknattleiksmönnum Íslands – hinn er Ólafur Stefánsson, er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í þýsku „Bundesligunni“ í handknattleik. „Goggi“ eins og Guðjón Valur er kallaður, hefur skorað 2.239 mörk í þýsku úrvalsdeildinni; í leikjum með Essen, Gummersbach, Rhein-Neckar Löwen og Kiel. Guðjón Valur hefur skorað 318 mörk úr vítaköstum. Næstur á blaði er Alexander Petersson með 1.751/52 mark og Ólafur hefur skorað 1.250/334 mörk.
Guðjón Valur er einn besti vinstri hornarmaður heims; þekktur fyrir snerpu sína, útsjónasemi og skottækni. Goggi hefur orðið þrisvar Þýskalandsmeistari, 2013 og 2014 með Kiel og 2017 með Rhein-Neckar Löven. Þá hefur hann orðið Danmerkurmeistari með AG København 2012, Spánarmeistari með Barcelona 2015 og 2016 og Frakklandsmeistari með París Saint-Germain 2020.
Einnig varð Guðjón Valur Evrópubikarmeistari með Tusem Essen 2005 og Evrópumeistari með Barcelona tíu árum síðar þegar liðið vann Meistaradeild Evrópu.
Guðjón Valur varð bikarmeistari með Kiel 2013; vann tvöfalt í Þýskalandi, og með Löwen 2017.
Guðjón Valur var útnefndur Íþróttamaður ársins á Íslandi 2006. Hann var útnefndur Handknattleiksmaður ársins í Þýskalandi 2006, en hann varð markakóngur „Bundesligunnar“ með Gummersbach tímabilið 2005-2006.
Guðjón Valur varð markakóngur HM í Þýskalandi 2007 er hann skoraði 66 mörk í 100 skotum; 71% skotnýting. Guðjón Valur skoraði 9 mörkum meira en næsti maður, Tékkinn Filip Jícha. Fjórir Íslendingar sem hafa leikið í Þýskalandi, voru á listanum yfir markahæstu menn. Ólafur og Snorri Steinn í fimmta sæti, báðir með 53 mörk og Alexander og Logi Geirsson voru í tíunda sæti, báðir með 48 mörk.
Ísland var þá aðeins 15 sek. frá því að komast í undanúrslit. Alexander átti skot sem hafnaði í stönginni á marki Dana er staðan var 41:41 í framlengdum leik. Danir náðu hraðri sókn og tryggðu sér sigur, 42:41.
Guðjón Valur var í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og var þá valinn í sjö manna úrvalslið ÓL ásamt Ólafi Stefánssyni og Snorra Steini Guðjónssyni. Aðrir í liðinu voru Thierry Omeyer, Frakklandi, markvörður. Daniel Narcisse, Frakklandi, Albert Rocas, Spáni og Bertrand Gille, Frakklandi.
Þá var Goggi valinn í sjö manna úrvalslið Evrópukeppni landsliða 2012 í Serbíu. Liðið var þannig skipað: Darko Stanic, Serbíu, Guðjón Valur, Mikkel Hansen, Danmörku, Uros Zorman, Slóveníu, Rene Toft Hansen, Danmörku, Marko Kopljar, Króatíu og Christian Sprenger, Þýskalandi.
Guðjón Valur varð fimmti markahæsti leikmaður EM.
Mörk Guðjón Vals í fimm löndum
1995-1998 | Grótta/KR | 144/- |
1998-2001 | KA Akureyri | 259/- |
2001-2005 | TUSEM Essen | 632/6 |
2005-2008 | Vfl Gummersbach | 636/195 |
2008-2011 | Rhein-Neckar Löwen | 290/71 |
2011-2012 | AG København | 142/- |
2012-2014 | THW Kiel | 199/1 |
2014-2016 | FC Barcelona Lassa | 229/- |
2016-2019 | Rhein-Neckar Löwen | 482/135 |
2019-2020 | Paris Saint Germain | 52/- |
* Guðjón Valur hefur skorað 3.065 mörk í deildakeppni í fimm löndum.
Þeir hafa skorað mest
Markahæstu Íslendingar í „Bundesligunni“ eru:
2.239/318 Guðjón Valur Sigurðsson, Essen, Gummersbach, Kiel, Rhein-Neckar Löwen.
1.757/52 Alexander Petersson, Düsseldorf, Grosswallstadt, Flensburg, Füchse Berlín, Rhein-Neckar Löwen, Melsungen.
1.250/334 Ólafur Stefánsson, Wuppertal, Magdeburg, Rhein-Neckar Löwen.
1.198/289 Bjarki Már Elísson, Eisenach, Füchse Berlín, Lemgo.
958/372 Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer.
832/305 Sigurður Valur Sveinsson, Nettelstedt, Lemgo.
754/109 Patrekur Jóhannesson, Essen, Dankersen Minden.
714/37 Sigurður Bjarnason, Grosswallstadt, Dankersen Minden, Bad Schwartau, Wetzlar.
710/2 Róbert Gunnarsson, Gummersbach, Rhein-Neckar Löwen.
667/26 Gylfi Gylfason, Wilhelmshavener, Dankersen Minden.
662/24 Róbert Sighvatsson, Shütterwald, Dormagen, Wetzlar.
640/82 Héðinn Gilsson, Düsseldorf, Fredenbeck, Dormagen.
640/161 Snorri Steinn Guðjónsson, Grosswallstadt, Dankersen Minden, Rhein-Neckar Löwen.
605/1 Einar Hólmgeirsson, Grosswallstadt, Flensburg, Ahlem Hamm-Westfalen, Magdeburg.
596/107 Julian Róbert Duranona, Eisenach, Nettelstedt, Wetzlar.
574/120 Alfreð Gíslason, Essen.
511/247 Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg.
489/25 Jalisky Garcia Padron, Göppingen.
475/50 Rúnar Kárason, Füchse Berlín, Bergischer, Grosswallstadt, Rhein-Neckar Löwen, Hannover-Burgsdorf.
433/41 Einar Örn Jónsson, Wallau Massenheim, Dankersen Minden.
420/108 Logi Geirsson, Lemgo.
415/55 Þórir Ólafsson, Nettelstedt-Lübbeche.
405/23 Gústaf Bjarnason, Willstätt, Dankersen Minden.
* Þetta eru 23 leikmenn, sem leika í þessum stöðum, 2 vinstra horn, 5 hægra horn, 3 á línu, 7 vinstri skytta (rétthentir), 1 leikstjórnandi, 5 hægri skytta (örvhentir).
Fjórtán Íslendingar
Fjórtán Íslendingar léku í „Bundesligunni“ tímabilið 2021-2022 og verða þeir þrettán næsta keppnistímabil, 2022-2023. Flestir hafa Íslendingarnir verið 17 í „Bundesligunni“ 2009-2010 og næst flestir, 15, tímabilið 2010-2011.
Þeir léku í deildinni tímabilið 2021-2022:
Magdeburg: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon.
Lemgo: Bjarki Már Elísson.
Stuttgart: Viggó Kristjánsson, Andri Már Rúnarsson.
Bergischer: Arnór Þór Gunnarsson.
Melsungen: Elvar Örn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson, Alexander Petersson. Guðmundur Þórður Guðmundsson var þjálfari fyrstu þrjá leiki liðsins.
Flensburg: Teitur Örn Einarsson.
Göppingen: Janus Daði Smárason.
Balingen-Weilstetten: Daníel Þór Ingason, Oddur Gretarsson.
Rhein-Neckar Löwen: Ýmir Örn Gíslason.
Hannover-Burgsdorf: Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari.
Erlangen: Ólafur Stefánsson gerðist aðstoðarþjálfari liðsins í lok febrúar 2022.
* Alexander ákvað að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.
* Janus Daði fór eftir tímabilið til Kolstad í Noregi.
* Balingen-Weilstetten féll í 2. deild.
* Sveinn Jóhannsson gengur til liðs við Erlangen.
* Gummersbach undir stjórn Guðjón Vals Sigurðssonar tryggði sér sæti í „Bundesligunni“. Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson eru leikmenn liðsins.
* 88 Íslendingar hafa leikið í „Bundesligunni“ frá stofnun deildarinnar 1977. Þrír nýliðar, Sveinn, Elliði Snær og Hákon Daði mæta nú til leiks, þannig að 91 íslenskur leikmaður hefur leikið í deildinni þegar flautað verður til leiks í haust.
Fjórir markakóngar
Íslendingar hafa átt fjóra markakónga í „Bundesligunni!“
1984-1985 | Sigurður Valur Sveinsson | Lemgo | 191/81 |
2005-2006 | Guðjón Valur Sigurðsson | Gummersbach | 264/69 |
2019-2020 | Bjarki Már Elísson | Lemgo | 216/72 |
2020-2021 | Ómar Ingi Magnússon | Magdeburg | 274/134 |
* Sigurður Valur skoraði 7,35 mark að meðaltali í leik, Guðjón Valur 7,76, Bjarki Már 8 mörk að meðaltali í leik og Ómar Ingi 7,21 mark.
Ýmsir punktar
* Bræðurnir Ólafur H. og Jón Pétur Jónssynir voru leikmenn Dankersen, en þeir léku ekki saman.
* Bræðurnir Rúnar og Árni Þór Sigtryggssynir hafa leikið með liðum í „Bundesligunni“. Rúnar með Wallau-Massenheim, en Árni Þór með Rheinland.
* Feðgar sem hafa leikið í „Bundesligunni“ eru:
Geir Hallsteinsson, Göppingen, og Logi, Lemgo.
Atli Hilmarsson, Bergkamen og Günzborg, og Arnór, Magdeburg og Flensburg.
Kristján Arason, Gummersbach, og Gísli Þorgeir, Kiel og Magdeburg.
* Einn markvörður hefur skorað í „Bundesligunni“. Björgvin Páll Gústafsson skoraði eitt mark fyrir Magdeburg og fjögur mörk fyrir Bergischer.
* Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer, er vítakóngurinn. Hann hefur skorað flest mörk úr vítaköstum, 372 mörk.
Þýskalandsmeistarar
Þeir hafa orðið Þýskalandsmeistarar:
Alfreð Gíslason tvisvar sem leikmaður með Essen og sjö sinnum sem þjálfari, einu sinni með Magdeburg og sex sinnum með Kiel.
* Aron Pálmarsson hefur orðið 5 sinnum meistari með Kiel.
* Guðjón Valur hefur þrisvar orðið meistari. Einu sinni með Rhein-Neckar Löwen og tvisvar með Kiel.
* Alexander hefur orðið tvisvar meistari með Rhein-Neckar Löwen.
* Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur orðið tvisvar meistari; með Kiel og Magdeburg.
Sjö Íslendingar hafa orðið einu sinni meistari: Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson með Dankersen, Jóhann Ingi Gunnarsson, sem þjálfari Essen, Kristján Arason, Gummersbach, Ólafur Stefánsson, Magdeburg, Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen og Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg.
Níu bikarmeistarar
Níu Íslendingar hafa orðið bikarmeistarar í Þýskalandi.
7 Alfreð Gíslason, einu sinni með Essen sem leikmaður, 1988. 6 sinnum með Kiel, sem þjálfari, 2009, 2011, 2012, 2013, 2017 og 2019..
3 Aron Pálmarsson, Kiel, 2011, 2013, 2014.
3 Axel Axelsson, Dankersen, 1975, 1976, 1979.
2 Guðjón Valur Sigurðsson, með Kiel 2013 og Rhein-Neckar Löwen, 2018.
Fimm leikmenn hafa orðið bikarmeistarar einu sinni: Ólafur H. Jónsson, Dankersen, 1979, Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlín, 2014, Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen, 2018, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kiel og Bjarki Már Elísson, Lemgo, 2020.
Handknattleiksmenn ársins
Ólafur Stefánsson varð tvisvar Handknattleiksmaður ársins í „Bundesligunni“ – 2001 og 2002, sem leikmaður Magdeburgar og Guðjón Valur, Gummersbach, einu sinni, 2006.
Kveðjuorð
Þetta er lokapistill minn um Íslendinga sem hafa verið á ferðinni á handknattleiksvöllum um Þýskaland. Það hefur verið gaman að skrifa þessa pistla fyrir handbolti.is, Ívar Benediktsson, sem hefur lagt mikla vinnu og alúð við að halda þessum góða netmiðli úti, sem er mikill styrkur fyrir handknattleik á Íslandi. Ég mun jafnvel taka fram pennann síðar og skrifa ýmsa pistla um handknattleik og sögu handknattleiksins á Íslandi.
Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka lesendum og Ívari fyrir samfylgdina og þolinmæði. Ég skora á handknattleiksunnendur, HSÍ, félög, bæjarfélög og sérsambönd að styrkja handbolta.is, þannig að vefurinn geti haldið áfram að veita félögum og handknattleiksunnendum góða þjónustu.
Auf Wiedersehn!
Sigmundur Ó. Steinarsson.
Á undanförnum mánuðum hefur Sigmundur skrifað á þriðja tug pistla og greina fyrir handbolti.is. Allar snúa þær að sögu handknattleiksins og geyma ómetanlegan fróðleik. Hlekkur á flestar greinarnar er að finna hér fyrir neðan:
Svana fyrst eftir „teinunum“ í Þýskalandi
„Furan“ og „rauðhærði villimaðurinn“
Geir himnasending fyrir Göppingen
Axel og Kristbjörg – meistarahjón!
Martröðin í Karl-Marx Stadt 1974 – endurtekur sig!
„Umbarnir“ voru ekki vaknaðir!
„Háspenna, lífshætta“ á Selfossi!
Daníel Þór fetar í fótspor afa síns – eftir 56 ár!
Axel með þýðingamesta vítakast Þýskalands!
Kókkassakast styrkti skothörku þeirra!
Íslendingar komu, sáu og sigruðu
Blaðamaður „stal“ aðalhlutverkinu!
Ómar Ingi og Gísli Þorgeir í fótspor Ólafs og Alfreðs?
Gísli Þorgeir fær tækifæri til að fagna!
Alfreð vildi ekki trana sér fram!
Pabbi forseta Íslands lagði línuna fyrir Kiel!
Siggi Sveins skaut eins og John Wayne!
Alexander Petersson í sögubækurnar!