- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Átta lið kljást um fjögur sæti

Leikmenn danska meistaraliðsins Odensen Håndbold standa vel að vígi fyrir síðari leikinn við Storhamar í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Seinni leikirnir í 1. umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar kvenna í handknattleik fara fram í dag og á morgun. Átta lið berjast um fjögur laus sæti í 8-liða úrslitum keppninnar þar sem að Evrópumeistarar tveggja síðustu ára, Vipers, bíða átekta ásamt CSM Búkaresti, Metz og Györ.

Leikir helgarinnar

FTC – Buducnost | Laugardagur kl. 15 | Beint á EHFTV
FTC vann fyrri leikinn, 28 – 24.

  • FTC vann fyrri leikinn af miklu harðfylgi þar sem mestu munaði um framlag Angelu Malestein og Blönku Bíró, markvarðar.
  • Armelle Attingré markvörður Buducnost, varði 16 skot í leiknum og Milena Raicevic fyrirliðið liðsins skoraði níu mörk.
  • Ungverska liðið vonast eftir að komast í 8-liða úrslitin í tíunda skipti en þó í fyrsta skipti frá tímabilinu 2018/2019. Buducnost hefur hinsvegar 17 sinnum komist í 8-liða úrslit á þeim 27 árum sem liðið hefur tekið þátt í Meistaradeildinni.
  • Katrin Kljuber er markahæst í liði FTC með 96 mörk en hjá Bunducnost er Milena Raicevic markahæst með 82 mörk.
  • Liðið sem kemst áfram mætir franska liðinu Metz í 8-liða úrslitum.

Odense – Storhamar | Laugardagur kl. 17 | Beint á EHFTV
Odense vann fyrri leikinn, 30 – 22.

  • Odense vann stærsta sigurinn í leikjum síðustu helgi þegar liðið lagði Storhamar með átta marka mun og kom sér í góða stöðu.
  • Komist danska meistaraliðið áfram mætir það Györ í 8-liða úrslitunum. Lið sömu félaga mættust einnig í 8-liða úrslitum tímabilið 2018/2019.
  • Storhamar bíður erfitt verkefni í þessum leik en liðið vann aðeins tvo útileiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
  • Norska liðið hefur skorað fæst mörkin af þeim sem eftir eru í keppninni, 26,5 að meðaltali í leik.
  • Hins vegar eru aðeins þrjú lið sem hafa fengið færri mörk á sig en Odense sem fengið hefur á sig 26,3 mörk að meðaltali í leik.

Esbjerg – Brest | Sunnudagur kl. 12 | Beint á EHFTV
Esbjerg vann fyrri leikinn, 28 – 25

  • Markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki í fyrri leiknum. Anna Kristensen varði 18 skot í marki Esbjerg en Julie Foggea varði 14 skot í marki Brest.
  • Sigur danska liðsins um síðustu helgi var sá fyrsti í fimm leikjum við Brest.
  • Brest vonast til að komast í 8-liða úrslitin fjórða árið í röð.
  • Vinni Esbjerg leikinn verður það 40. sigurleikurinn í Meistaradeildinni og jafnframt yrði það í þriðja sinn sem liðið tryggir sér sæti í 8-liða úrslitum.
  • Henny Reistad leikmaður Esbjerg er markahæst í Meistaradeildinni með 115 mörk.
  • Esbjerg hefur aðeins tapað einum heimaleik á þessu tímabili, gegn Györ í fyrstu umferð riðlakeppninnar.
  • Sigurvegarinn í þessari viðureign mætir CSM Búkaresti í 8-liða úrslitum.

Rapid Búkaresti – Krim | Sunnudagur kl. 14 | Beint á EHFTV
Krim vann fyrri leikinn, 29 – 24.

  • Rapid hefur ekki tapað á heimavelli á þessari leiktíð í Meistaradeildinni. Liðið hefur unnið sex leiki og gert eitt jafntefli.
  • Þetta verður 300. leikur Krim í Meistaradeildinni. Aðeins Buducnost hefur leikið oftar, 317 sinnum.
  • Fyrir tveimur árum vann Krim einnig fyrri leik sinn í útsláttarkeppninni með fimm marka mun en tapaði seinni leiknum með sex marka mun og féll úr keppni.
  • Jovanka Radicevic hægri hornamaður Krim er í fimmta sæti yfir markahæstu leikmenn keppninnar í ár með 87 mörk. Hún hefur skorað 1.065 mörk á ferli sínum í Meistaradeildinni.
  • Krim hefur aldrei náð að vinna leik í Rúmeníu. Liðið hefur tapað 12 leikjum og gert eitt jafntefli.
  • Sigurvegarinn úr þessari viðureign mætir norsku Evrópumeisturum Vipers í 8-liða úrslitum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -