Þá er komið að fjórðu og næst síðustu upprifjun á næst síðasta degi ársins 2023 á mest lesnu fréttum ársins á handbolti.is. Komið er inn á topp tíu. Í dag segir af þáverandi þjálfara Vals sem var hálf orðlaus eftir frábæra frammistöðu liðsins í leik í Evrópudeildinni.
Samantekt af félagaskiptum í karlaflokki fyrir tímabilið oft lesin eins og undanfarin ár.
Einnig segir af leynivopni sem lagði grunn að sigri Aftureldingar á Haukum í úrslitaleik Poweradebikarkeppninnar í mars. Með sigrinum í leiknum lauk 24 ára bið Mosfellinga eftir sigri í bikarkeppninni.
Hinn sívinsæli efnisþáttur sem hallærislega heitinu sem margir brosa út annað yfir, molakaffi, á „fulltrúa“ á meðal mest lesnu frétta ársins. Umsjónarmaður handbolta.is klórar sér enn í beran skallan og veltir fyrir sér af hverju þetta molakaffi, sem birtist 9. mars, náði að draga að sér jafn marga lesendur og raun ber vitni um. Af hverju „bragðaðist“ það betur en annað?
Fimmta atriði í upptalningu dagsins og það sem varð í 10. sæti yfir það sem oftast var lesið á árinu tengist Gísla Þorgeiri Kristjánssyni leikmanni SC Magdeburg og íslenska landsliðsins og ótrúlegri keppnishörku hans sem varð til þess að hann reið baggamuninn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í júní, daginn eftir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleiknum.
6. sæti:
7. sæti:
8. sæti:
9. sæti:
10. sæti:
Tengt efni:
Mest lesið 3 ”23: Kótilettukvöld, skipti, útsendingar, kominn heim, ekki við bjargandi
Mest lesið 2 ”23: Færeyingar, ábyrgð, skref, krafa, fyrsti hópurinn
Mest lesið 1 ”23: Ekkert vanmat, til aganefndar, drengskapur, boð, í undanúrslitum HM